Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
   lau 14. júní 2025 18:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór Akureyri heimsótti Njarðvíkinga suður með sjó á JBÓ vellinum þegar loka leikur áttundu umferðar Lengjudeildarinnar fór fram.

Þórsarar komust yfir í dag en sú forysta lifði þó ekki lengi og það voru heimamenn í Njarðvík sem fóru með öll stigin af vellinum í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  1 Þór

„Svekkjandi að komast yfir og tapa þessu niður því þeir skora þarna bara strax í næstu sókn sem að er hrikalega pirrandi" sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir tapið í dag.

„Eins mikið gott og við erum búnir að gera varnarlega að þá sofnum við þarna strax á verðinum á fjærstönginni og þeir skora. Það var mjög svekkjandi og ég er mjög svekktur að hafa tapað þessum leik" 

Þór komst yfir í jöfnum leik og því gríðarlega vont að fá á sig jöfnunarmark strax í næstu sókn á eftir.

„Í jöfnum leik og bæði lið að fá færi og bara eins og þessi leikur spilaðist, svolítið seinni bolta rugl þessi leikur. Ekkert einhver fallegasti fótboltaleikur en keppni í seinni boltum og mér fannst við líka bara vera orðnir það þreyttir í seinni hálfleik að við réðum illa við seinni boltana seinni part seinni hálfleiks. Þetta var svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora markið" 

„Mér fannst að ef við hefðum náð upp stemningu í kringum það að hafa skorað og haldið hreinu næstu þrjár, fjórar mínútur þá held ég að þetta hefði orðið erfitt fyrir þá" 

Nánar er rætt við Sigurð Heiðar Höskuldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
5.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
6.    Keflavík 10 4 3 3 19 - 14 +5 15
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 10 3 2 5 24 - 30 -6 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner