Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 14. júní 2025 22:03
Anton Freyr Jónsson
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ekki vel. Þegar þú tapar leik þá líður þér aldrei vel við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Valur

Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst yfir og þá vöknuðu gestirnir í Val til lífs og Tufa var ekki ánægður með byrjunina á leiknum í kvöld. 

„Ég er búinn að ræða þetta mjög mikið í vikunni. Stjarnan er besta liðið í deildinni hvernig þeir byrja leiki og sérstaklega hérna á Samsungvellinum og við einhverneigin náum engum svörum við þeirra byrjun en við náðum bara ekki að svara þeim."

Bjarni Mark Duffield hjá Val fékk beint rautt spjald tveim­ur mín­út­um eft­ir að Pat­rick Peder­sen minnkaði mun­inn í 3:2 og það hægði á Vals­mönn­um. Bjarni Mark Duffield var einnig sendur í sturtu með beint rautt spjald í leik þessara liða á síðustu leiktíð á Samsungvellinum. 

„Ég hef ekki séð at­vikið aft­ur en okk­ur á bekkn­um fannst Örvar hlaupa á Bjarna og henda sér niður. Þeir gerðu það oft í leikn­um. Þeir voru að biðja um víti og annað en ég þarf að sjá þetta bet­ur. Ég ræði yf­ir­leitt ekki um dóm­ar­ana en þeir voru of mikið að henda sér niður og von­andi hætta þeir því í næsta leik.“

Pat­rick Peder­sen lék sinn 200 leik fyrir Val í kvöld og skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Hann er kom­inn með ell­efu mörk í ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu og 127 mörk í efstu deild. Hann er aðeins fjór­um mörk­um frá Tryggva Guðmunds­syni, marka­hæsta leik­manni efstu deild­ar frá upp­hafi.

„Það er heiður fyr­ir mig að þjálfa mann­eskju og leik­mann eins og Pat­rick. Hann ger­ir allt 100 pró­sent og þá upp­sker maður yf­ir­leitt. Hann er mik­ill Valsmaður. Ég tek hatt minn ofan fyr­ir hon­um,“ sagði Túfa.


Athugasemdir
banner