mán 22. maí 2023 00:50
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmennirnir fá lífstíðarbann
Mynd: EPA
Stuðningsmennirnir tveir sem beittu Vinicius Jr, leikmann Real Madrid, kynþáttaníði gegn Valencia í kvöld verða settir í lífstíðarbann en þetta kemur fram í Carrusel Deportivo.

Brasilíumaðurinn benti dómaranum á tvo stuðningsmenn sem beittu hann kynþáttaníði og bað um að láta fjarlægja þá. Liðsfélagar Vinicius hjálpuðu honum að finna sökudólgana.

Vinicius ræddi atvikið eftir leik við fjölmiðla og birti færslur á samfélagsmiðlum en í stað þess að ráðast á rasistana ákvað Javier Tebas, forseti La Liga, að ráðast á Vinicius og ekki í fyrsta sinn.

Sjá einnig:
Forseti La Liga svarar Vinicius - „Þarft að kynna þér málin betur áður en þú gagnrýnir og móðgar deildina“

Forseti Brasilíu sýnir Vinicius stuðning

Carrusel Deportivo segir að Valencia ætlar sér að banna stuðningsmenna tvo í lífstíðarbann frá leikvanginum. Margir hafa komið fram og sýnt Vinicius stuðning, meðal annars forseti Brasilíu.

„Fátækur strákur sem er búinn að vinna lífið. Einn af bestu fótboltamönnum heimsins og Real Madrid. Við munum ekki leyfa því að viðgangast að rasismi taki yfir fótboltavellina,“ sagði Lula, forseti Brasilíu, á blaðamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner