Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2023 00:09
Brynjar Ingi Erluson
Forseti La Liga svarar Vinicius - „Þarft að kynna þér málin betur áður en þú gagnrýnir og móðgar deildina“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Jr. varð enn og aftur fyrir kynþáttahatri er hann spilaði með Real Madrid gegn Valencia í La Liga í kvöld. Javier Tebas, forseti La Liga, gerir lítið úr upplifun Vinicius og sýnir að deildin þarf alvarlega að skoða verkferla sína.

Vinicius hefur orðið fyrir barðinu á rasistum meira og minna allt tímabilið.

Stuðningsmenn annarra liða hafa ítrekað reynt að komast í hausinn á Vinicius undanfarin ár og hefur það ígerst á þessu tímabili og það með niðrandi ummælum um kynþátt hans.

Það gerðist aftur í kvöld í 1-0 tapi Real Madrid gegn Valencia. Vinicius grét á meðan leik stóð við að heyra stuðningsmenn vera með kynþáttaníð í hans garð. Vinicius fann umrædda stuðningsmenn og benti dómaranum á þá og það gerðu aðrir liðsfélagar hans líka.

Undir lok leiks lenti Vinicius í rifrildi við leikmenn Valencia. Markvörður liðsins, Giorgi Mamardashvili, hélt VInicius á meðan annar tók hann í höfuðlás. Þegar Vinicius reyndi að losna úr höfuðlásnum sló hann óvart til Hugo Duro og var rekinn af velli.

„Einu sinni tilheyrði La Liga þeim Ronaldinho, Ronaldo, Cristiano og Messi, en í dag tilheyrir það rasistunum,“ sagði Vinicius á Instagram.

Spænska deildin gerir lítið til að laga ástandið. Vinicius hefur grátbeðið stjórnarmenn deildarinnar um að taka þetta föstum tökum en ástandið versnar. Ekki hjálpar það þegar forseti deildarinnar gerir lítið úr upplifun Vinicius.

„Við höfum reynt að útskýra það fyrir þér hvað La Liga snýst um hvað það getur gert gegn rasisma, en þú hefur ekki mætt á þessa tvo fundi sem þú baðst sjálfur um. Áður en þú gagnrýnir og móðgar deildina þá þarftu að kynna þér betur málin,“ sagði Tebas.

„Ekki láta stjórna þér og vertu viss um að þú skiljir þá vinnu sem við höfum gert saman,“ sagði hann ennfremur.

Samkvæmt heimildum spænskra miðla hefur föruneyti Vinicius sagt að hann sé að skoða alla möguleika. Það kemur til greina að yfirgefa Real Madrid og fara í aðra deild, en það er þó síðasti kosturinn í stöðunni hjá Brasilíumanninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner