Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 22. maí 2024 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert Orri, Þorri Mar og Stefan Alexander í sigurliðum
Mynd: Öster
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í skandinavíska boltanum í dag, þar sem Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikinn í 3-2 sigri Kongsvinger á heimavelli gegn Mjondalen í næstefstu deild norska boltans.

Róbert Orri spilaði í varnarlínu Kongsvinger sem trónir á toppi deildarinnar eftir þennan sigur, með 18 stig eftir 9 umferðir.

Sogndal er í öðru sæti eftir jafntefli á heimavelli gegn Raufoss, en hinn tvítugi Óskar Borgþórsson kom inn af bekknum á 74. mínútu án þess að takast að breyta lokatölunum. Sogndal er með 16 stig eftir jafnteflið.

Davíð Snær Jóhannsson var þá í byrjunarliði Álasundar í 2-0 tapi á útivelli gegn Bryne, en Álasund vermir botnsæti deildarinnar með 5 stig úr 9 leikjum.

Að lokum fóru tveir leikir fram í næstefstu deild sænska boltans. Þorri Mar Þórisson kom inn í hálfleik í 2-1 sigri Öster gegn Landskrona í toppslag annars vegar og lék Stefan Alexander Ljubicic allan leikinn er Skovde AIK vann í Helsingborg hins vegar.

Öster er í öðru sæti eftir sigurinn, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Landskrona sem var að tapa sínum fyrsta leik á deildartímabilinu. Öster er með 16 stig eftir 9 umferðir.

Skovde er í fjórða sæti með 14 stig, en Srdjan Tufegdzic fyrrum þjálfari Grindavíkur og KA, stýrir liðinu.

Kongsvinger 3 - 2 Mjondalen

Sogndal 1 - 1 Raufoss

Bryne 2 - 0 Aalesund

Oster 2 - 1 Landskrona

Helsingborg 0 - 1 Skovde AIK

Athugasemdir
banner
banner