mán 22. júní 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. umferð: Örugglega óþolandi að spila á móti honum
Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir fagnar marki sínu á laugardaginn.
Valgeir fagnar marki sínu á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann heldur uppteknum hætti og virðist hafa tekið framförum í vetur. Hann er að koma skemmtilega inn í þetta. Þetta er strákur sem allir búast við að fari út og maður nýtur þess að sjá hann meðan hann er hérna," sagði Ingólfur Sigurðsson um Valgeir Valgeirsson í Innkastinu í gær.

Valgeir er leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net en hann skoraði og átti frábæran leik í 3-0 útisigri HK gegn Íslandsmeisturum KR á laugardaginn.

Valgeir er algjör lykilmaður í HK liðinu þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall.

„Hann er að axla þessa ábyrgð. Það er fullt af lykilmönunm sem axla ekki ábyrgð en hann er tarfur. Það er örugglega óþolandi að spila á móti honum," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

„Hann kann að beita líkamanum. Þó að hann sé ekki mikill að burðum þá nær hann að vera kraftmikill í einvígum," sagði Elvar Geir Magnússon.

Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, hrósaði Valgeiri í hástert í viðtali eftir leikinn á laugardaginn.

„Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa þessum náunga, hann er bara svo einbeittur og metnaðarfullur og það er bara svo gaman að fylgjast með honum blómstra, honum er grýtt í jörðina en hann stendur alltaf upp með beint bakið, hann er frábær leikmaður og gaman að fylgjast með honum," sagði Leifur.

Valgeir var í mjög áhugaverðu viðtali á Fótbolta.net fyrir mót og óhætt er að mæla með hlustun þar.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Niðurtalningin - Valgeir Valgeirs í skemmtilegu spjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner