"Þetta var frábært, að koma hérna á erfiðan útvöll en markmiðið var að ná í öll þrjú stigin þannig ég myndi segja að gameplan-ið heppnaðist fullkomlega í dag" Sagði fyrirliði HK Leifur Andri eftir ótrúlegan sigur KR í dag en HK fóru í Vesturbæinn og sóttu öll þrjú stigin með 0-3 sigri.
Hvernig fannst Leifi liðsfélagi hans Diddi koma inn í þennan leik?
" Hann var frábær, menn voru að efast um hann fyrir leikinn en við erum búnir að æfa með honum í þrjú ár og hann er frábær á æfingum og við treystum honum fullkomlega og vissum að hann myndi standa sig vel í dag"
Hvernig fannst Leifi liðsfélagi hans Diddi koma inn í þennan leik?
" Hann var frábær, menn voru að efast um hann fyrir leikinn en við erum búnir að æfa með honum í þrjú ár og hann er frábær á æfingum og við treystum honum fullkomlega og vissum að hann myndi standa sig vel í dag"
Lestu um leikinn: KR 0 - 3 HK
Ein helsta stjarna HK-inga, Valgeir Valgeirsson var maður leiksins í dag, hvað hafði Leifur að segja um hann?
" Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa þessum náunga, hann er bara svo einbeittur og metnaðarfullur og það er bara svo gaman að fylgjast með honum blómstra, honum er grítt í jörðina en hann stendur alltaf upp með beint bakið, hann er frábær leikmaður og gaman að fylgjast með honum"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir