Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. júní 2020 20:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra María: Eins og að taka fimm kíló af hvorri öxl
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Mirko Kappes
Sandra hefur spilað í vinstri bakverði hjá Leverkusen eftir að mótið fór af stað að nýju.
Sandra hefur spilað í vinstri bakverði hjá Leverkusen eftir að mótið fór af stað að nýju.
Mynd: Mirko Kappes
Fagnað í leikslok í gær.
Fagnað í leikslok í gær.
Mynd: Mirko Kappes
Þetta var eins og að taka fimm kíló af hvorri öxl, rosalega mikill léttir. Það var gott að ná loksins inn sigri eftir erfiðan fasa.
Þetta var eins og að taka fimm kíló af hvorri öxl, rosalega mikill léttir. Það var gott að ná loksins inn sigri eftir erfiðan fasa.
Mynd: Mirko Kappes
„Maður segir bara allt fínt, allavega eftir gærdaginn," sagði Sandra María Jessen í samtali við Fótbolta.net. Sandra er leikmaður Bayer Leverkusen í þýsku Bundesliga og vann liðið gífurlega mikilvægan sigur gegn Köln í fallbaráttunni.

Sjá einnig:
Þýskaland: Mjög, mjög mikilvægur sigur hjá liði Söndru

Leverkusen er nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti og með fimmtán mörkum betri markatölu en liðið í næstneðsta sæti þegar ein umferð er eftir. Leverkusen hefur verið í harðri fallbaráttu nú undir lok tímabils.

„Þetta var eins og að taka fimm kíló af hvorri öxl, rosalega mikill léttir. Það var gott að ná loksins inn sigri eftir erfiðan fasa."

Leverkusen gerði markalaust jafntefli við botnlið Jena í miðri viku. Voru það vonbrigði að hafa ekki náð í þrjú stig þar?

„Já, að sjálfsögðu ætluðum við okkur þrjú stig á móti þeim en Jena bókstaflega spilar með níu leikmenn í vörn og hreinsa alltaf langt fram. Það er rosalega erfitt að komast í þéttan varnarleik þeirra. Það er ekki beint okkar styrkleiki að vera með boltann allan tímann. Þjálfarinn hefur verið að reyna slípa saman liðið og finna réttan mannskap. Hann hefur ekki alveg náð réttum ryþma. Við fengum einhver marktækifæri og þar á meðal vítaspyrnu sem við misnotuðum. Leikurinn hefði alveg getað farið öðruvísi en stigið getur verið það stig sem heldur okkur uppi."

Tap gegn sterku liði Essen í bikarnum
Á dögunum datt Leverkusen úr leik í bikarkeppninni gegn Essen í undanúrslitum.

„Það er ekki mikið undir hjá þeim í deildarleikjum og því meira kapp sett á að vinna bikarleikina. Þær eru með það mikil gæði í hópnum að þegar leikmenn eru í stuði þá er ekkert djók að mæta þeim. Sá leikur var mjög erfiður og ekki okkar besti leikur eftir kórónupásuna. Svekkjandi að komast ekki í bikarúrslitum og fá þær að mæta Söru [Björk Gunnarsdóttur] og hennar liði, Wolfsburg, en það verður bara að bíða, vonandi verður það á næsta seasoni."

Vonandi áfram hjá Leverkusen
Leverkusen er með þriggja stiga forskot á Duisburg og Köln í fallbaráttunni og þurfa bæði lið að sigra á sama tíma og Leverkusen þyrfti að tapa stórt gegn Wolfsburg til að fall sé möguleiki í lokaumferðinni.

„Við þurfum bara að spila góðan varnarleik og reyna að fá sem fæst mörk á okkur."

Framtíð Söndru hjá Leverkusen er í smá óvissu en kveðst hún vonast til að tilkynnt verði um framlengingu á samningi í náinni framtíð.

„Það kemur í ljós á næstu dögum hvert mitt næsta skref verður. Ég er mjög jákvæð að það verði hér í Þýskalandi og hjá Leverkusen."

Mjög sátt með tímbilið ef liðið heldur sér uppi
Hvernig hefur tímabilið í heild sinni verið hjá Söndru persónulega?

„Tímabilið hjá mér hefur verið kaflaskipt. Í byrjun átti ég fast sæti í liðinu en missti það svo. Þurfti að vinna í sjálfri mér og koma mér á betri stað, vinna í ákveðnum þáttum sem tengjast leikskipulagi liðsins."

„Núna í tveggja mánaða pásunni vann ég rosalega vel í sjálfri mér, hef æft mjög vel, hugsað vel um mataræðið og slíkt. Eftir pásu hef ég spilað hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Ég upplifi mig í toppstandi."

„Ég hef verið prófuð í nýrri stöðu að undanförnu. Það var leit að vinstri bakverði og ég hef leyst þá stöðu eftir pásuna. Þjálfararnir eru ánægðir með mig þar og ég reikna með að spila lokaleikinn í þeirri stöðu líka. Spurning hvort þetta sé mín framtíðarstaða. Ef við náum að halda okkur í deildinni þá er ég mjög sátt við þetta tímabil."


Frábært það sem sést hefur í fyrstu leikjunum
Sandra María lék á Íslandi með Þór/KA og varð í tvígang Íslandsmeistari með liðinu. Nær hún að fylgjast vel með sínu liði á Íslandi?

„Já, ég varð mjög spennt um leið og Pepsi Max-deildin hófst. Við leikmenn hér erum allar í sóttkví það sem eftir lifir leiktíð og því þarf ég að vera inni allan daginn alla daga. Eina sem ég geri á daginn er að horfa á fótbolta. Ég næ að fylgjast vel með."

„Ég var búin að heyra spána um að tímabilið yrði erfitt hjá Þór/KA, liðið búið að missa marga leikmenn og sama tíma ekki mjög margar komnar inn í staðinn. Mér finnst frábært það sem ég hef séð í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið er með helling af ungum og flottum leikmönnum. Inn á milli þurfa að koma uppbyggingartímabil og ég held að eitt slíkt sé í gangi núna, ég hef mikla trú á þeim,"
sagði Sandra að lokum.

Sjá einnig:
Sandra María: Heppnin með okkur í vor - Markmiðið að gera betur en í fyrra (20. okt '19)
Athugasemdir
banner
banner
banner