Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 22. júní 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Kevin-Prince að semja við uppeldisfélagið - Vilja sameina bræðurna
Kevin-Prince Boateng mun ganga frá samningum við Herthu Berlín á næstu dögum. Hann hóf atvinnumannaferilinn hjá Berlínarliðinu.

Boateng er 34 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og þekkir vel til í Þýskalandi.

Hann spilaði fyrir Monza, lið Silvio Berlusconi, í B-deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili og ætlar ekki að framlengja samning sinn.

Boateng er uppalinn í Þýskalandi og hóf ferilinn hjá Herthu Berlín ásamt bróður sínum, Jerome, en báðir eru í leit að félagi þessa dagana.

Kevin-Prince mun ganga í raðir í Herthu á næstu dögum. Félagið vill einnig fá Jerome sem er farinn frá Bayern München en það eru þó meiri líkur á að hann reyni fyrir sér í öðru landi.

Þeir bræður skrifuðu sig í sögubækurnar árið 2010 er þeir mættust á HM í Suður-Afríku. Jerome var í þýska landsliðinu en Kevin-Prince kaus að spila fyrir Gana.
Athugasemdir
banner