Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand finnur til með Varane: Kominn á skrýtinn stað
Mynd: Getty Images

Rio Ferdinand kemur Raphael Varane til varnar og segist finna til með þessum miðverði Manchester United.


Man Utd keypti Varane frá Real Madrid þegar Frakkinn hafði unnið spænsku deildina, Meistaradeildina og HM undanfarin ár. Hinn 29 ára gamli Varane hefur átt erfitt hjá nýju félagi og segist Ferdinand skilja vel hvers vegna.

„Hann kemur frá félagi sem hefur verið að vinna titla eftir titla í hæsta gæðaflokki þar sem leikmenn eru stöðugt að spila uppá sitt besta. Núna er hann kominn í félag þar sem ástandið er allt öðruvísi og ekkert virðist virka," sagði Ferdinand.

„Það er ekkert sjálfstraust, enginn leiðtogi, ekkert skipulag. Hann er kominn á skrýtinn stað og hlýtur að hugsa með sér að hann hafi ekki kynnst öðru eins síðan hann var í unglingaflokki. Þetta er risastór breyting fyrir hann að koma frá Real Madrid yfir í þetta."

Ferdinand er 43 ára fótboltasérfræðingur sem gerði garðinn frægan sem landsliðsmaður Englands og leikmaður West Ham, Leeds og Man Utd.


Athugasemdir
banner