Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   lau 22. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Tyrkland spilar við Portúgal og Belgía þarf sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópumótið í Þýskalandi er í fullu fjöri þar sem annarri umferð mótsins fer að ljúka.

Í dag fara þrír síðustu leikirnir fram í 2. umferð áður en lokaumferð riðlakeppninnar hefst með kvöldleikjum á sunnudaginn.

Nýliðar Georgíu mæta Tékklandi í fyrsta leik dagsins í leik þar sem bæði lið þurfa sigur eftir tap í fyrstu umferð.

Tyrkland og Portúgal eigast svo við í eftirvæntum toppslag riðilsins áður en Belgía og R'umenía eigast við í E-riðli sem gæti orðið galopinn fyrir lokaumferðina.

Staðan í E-riðli er þannig að með sigri Belgíu verða öll fjögur liðin jöfn með þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Leikir dagsins:
13:00 Georgía - Tékkland
16:00 Tyrkland - Portúgal
19:00 Belgía - Rúmenía
Athugasemdir
banner
banner
banner