Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 22. júlí 2021 21:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Munurinn kom kannski aðeins í ljós þarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég upplifði þetta þannig að við vorum alveg með þá undir control í fyrri hálfleik. Mér fannst varnarleikurinn okkar ganga 100% upp, fengum tvö ákjósanleg færi í fyrri hálfleik og fórum sáttir inn í hálfleikinn," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn Rosenborg í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 Rosenborg

„Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en svo, eins og verður oft þegar fer mikil orka í varnarleikinn, missa menn einbeitinguna í skamma stund og lið eins og Rosenborg refsa okkur tvisvar fyrir það."

Það var ekki mikill munur á færafjölda liðanna í kvöld. Kom gæðamunurinn í ljós í þessum færum?

„Það er oft talað um muninn á atvinnumannaliði og hálf atvinnumannaliði. Það kom kannski aðeins í ljós þarna. Tilfinningin sem situr eftir er svekkelsi að hafa tapað þessum leik. Mér fannst það óþarfi en það situr líka eftir ánægja með spilamennskuna að miklu leyti. Menn lögðu alveg ótrúlega mikið í þetta og voru tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan í 90 mínútur. Maður getur alls ekki kvartað yfir því," sagði Davíð.

Hann kom inn á seinni leikinn í Þrándheimi, innkomu varamanna, framfarir í spilamennsku og svaraði spurningum um leikmannaslúður í seinni hluta viðtalsins.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir