Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. júlí 2022 22:02
Brynjar Ingi Erluson
FH kallar Úlf Ágúst til baka frá Njarðvík (Staðfest)
FH hefur ákveðið að kalla Úlf Ágúst til baka.
FH hefur ákveðið að kalla Úlf Ágúst til baka.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH hefur ákveðið að kalla Úlf Ágúst Björnsson til baka frá Njarðvík og verður því var leikurinn gegn Þrótti í kvöld hans síðasti fyrir félagið, Bjarni Jóhannsson þjálfari Narðvíkur hefur staðfest þetta.

Úlfur gekk í raðir Njarðvíkur á láni frá FH fyrir tímabilið og hefur hann farið hamförum í 2. deildinni og skorað 10 mörk í sumar.

Njarðvík er taplaust á toppnum með ellefu sigra og eitt jafntefli en liðið er nú að missa einn besta leikmann liðsins aftur til FH.

Úlfur gerði lánssamning við Njarðvík út þetta tímabil en FH hefur ákveðið að kalla hann til baka fyrr en áætlað var. Njarðvík og Þróttur eigast nú við í 2. deildinni og er Úlfur í byrjunarliði Njarðvíkur, en þetta er hans síðasti leikur fyrir félagið.

Úlfur, sem er fæddur árið 2003, kom við sögu hjá FH í byrjun tímabilsins og spilaði einn leik gegn Breiðabliki áður en hann var lánaður til Njarðvíkur.

Hann hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður umferðarinnar í 2. deildinni hér á Fótbolta.net.

Fréttin var uppfærð.
Athugasemdir
banner
banner