Aston Villa hefur keypt Amadou Onana, miðjumann Everton, fyrir 50 milljónir punda.
Þessi 22 ára leikmaður lék allar mínútur Belgíu á EM í Þýskalandi og verður í eldlínunni með Villa í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Þessi 22 ára leikmaður lék allar mínútur Belgíu á EM í Þýskalandi og verður í eldlínunni með Villa í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Onana kom til Everton frá Lille fyrir 33 milljónir punda árið 2022 og spilaði 72 leiki fyrir félagið, skoraði fjögur mörk. Hann var orðaður við Arsenal á síðasta ári.
Unai Emery stjóri Villa hefur verið í leit að varnarsinnuðum miðjumanni síðan Douglas Luiz var seldur til Juventus fyrir 42,35 milljónir punda í júní.
Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur verið duglegt á markaðnum.
? Ross Barkley
— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 22, 2024
? Ian Maatsen
? Lewis Dobbin
? Jaden Philogene
? Samuel Iling-Junior
? Cameron Archer
? Enzo Barrenechea
? Amadou Onana
Aston Villa's summer business continues ?? pic.twitter.com/uyzHObnP2g
Athugasemdir