Paragvæski landsliðsmaðurinn Diego Gomez hefur staðfest þær fregnir um að hann sé í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Brighton.
Gomez er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Inter Miami frá Libertad á síðasta ári.
Sá hefur gert góða hluti með Miami-liðinu á þessari leiktíð en hann hefur komið að sex mörkum í tólf leikjum.
Á dögunum bárust fréttir af því að Brighton væri í viðræðum við Miami um kaup á Gomez og hefur leikmaðurinn nú staðfest viðræðurnar.
„Umboðsmaður minn er að ræða við Inter Miami og Brighton. Ég kom hingað til þess að taka stökkið til Evrópu. Ég vona að það rætist úr þessu eða bara það sem Guð vill að gerist,“ sagði Gomez við fjölmiðla.
Athugasemdir