Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 22. ágúst 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Rooney rekinn af velli fyrir olnbogaskot
Wayne Rooney, leikmaður D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, var rekinn af velli í 2-1 tapi gegn New York Red Bulls í nótt.

D.C. United lenti undir snemma leiks en á 24. mínútu var enski leikmaðurinn rekinn útaf.

Hann virtist þá gefa leikmanni New York olnbogaskot og eftir að menn í VAR-herberginu höfðu skoðað atvikið var ákveðið að reka hann af velli.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan en dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir