KR og Leiknir R. mættust á Domusnova-vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 4-3 fyrir heimamönnum eftir mjög svo dramatískar lokamínútur. Leiknir R. hafði tapað 4 leikjum í röð þar til í kvöld og má segja að þetta hafi verið óvænt tap KR. Rúnar Kristinsson var svekktur með sína menn í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 - 3 KR
„Þetta var svekkjandi við sköpuðum okkur endalaust af færum og við brenndum af stórum færum í dag en ég meina ef þú færð á þig 4 mörk er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki. Þó að við höfðum náð að koma til baka 3-3 þá var maður ánægður með það, við vildum æða fram og reyna skora 4. markið til að taka öll stigin."
Kristinn Jónsson kom inná í dag eftir langvarandi meiðsli og hafði hann mikil áhrif á leikinn.
„Sóknarlega var ég mjög ánægður með Kidda en hann er ryðgaður, búinn að vera frá lengi og hann er einn af þessum leikmönnum sem við erum að fá til baka og við ákváðum að henda honum inná því okkur fannst við þurfa aðeins meiri brodd upp kantinn og einhvern flinkann til að brjóta þeirra varnarmúr á bak aftur og það heppnaðist, Kiddi skoraði og fékk vítaspyrnu en óheppinn að gefa víti."
Eins og staðan er núna er KR í 6. sæti deildarinnar aðeins 3 stigum á eftir Stjörnunni.
„Við erum að stefna á það og viljum vera í topp 6 og komast þar inn, við viljum spila síðustu 5 leikina meðal þeirra bestu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir