Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 22. ágúst 2024 20:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Maður er búin að bíða svolítið eftir þessum og að við höfum fengið hann hérna í dag á móti Gróttu var mjög kærkomið." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag. 

Njarðvíkingar höfðu betur með einu marki gegn engu en fengu færin til þess að bæta í.

„Ég er búin að segja það í síðustu viðtölum alveg sama hversu vel við höfum spilað að þá höfum við bara fengið eitt stig út úr því. Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega vel í dag. Mér fannst þetta vera alveg ekta leikur þar sem að þetta er fjórði leikurinn á tólf dögum hjá okkur. Mikil þreyta komin í leikmenn og lappirnar fylgja kannski ekki með það sem hausinn vill gera og mér fannst þessi leikur svolítið bera þess merki." 

„Ég er ótrúlega ánægður með karakterinn í liðinu að komast eitt núll yfir og ná að halda því og vera líklegri til þess að bæta við.  Við náðum að halda hreinu og Daði kemur inn hérna í sínum fyrsta leik og stendur sig vel og heldur hreinu og það er hrikalega jákvætt."

Njarðvíkingar eru í gríðarlega þéttum pakka í baráttu um að ná umspilsæti fyrir Bestu deildina og var sterkt fyrir heimamenn að ná í öll stigin í kvöld fyrir þá baráttu. 

„Auðvitað er það nátturlega frábært. Það eru nátturlega þessi einu stig sem við erum búnir að vera fá hérna síðustu leiki hafa gert voðalega lítið fyrir okkur. Við erum allt í einu komnir einhvernveginn aðeins lengra frá þessum pakka sem við erum búnir að vera í, í eiginlega allt sumar. Ef þú tengir tvo, þrjá sigra í þessari deild að þá ertu kominn lengst upp og ef þú tapar tveim, þrem leikjum þá ertu kominn neðar. Þetta er ótrúleg deild  en þett fer svona að skiljast núna held ég í næstu tveim leikjum eða þessa umferð og svo næstu og þá verður kominn skýrari mynd á þetta hvernig þetta mun líta út held ég." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner