Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 22. ágúst 2024 20:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Maður er búin að bíða svolítið eftir þessum og að við höfum fengið hann hérna í dag á móti Gróttu var mjög kærkomið." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag. 

Njarðvíkingar höfðu betur með einu marki gegn engu en fengu færin til þess að bæta í.

„Ég er búin að segja það í síðustu viðtölum alveg sama hversu vel við höfum spilað að þá höfum við bara fengið eitt stig út úr því. Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega vel í dag. Mér fannst þetta vera alveg ekta leikur þar sem að þetta er fjórði leikurinn á tólf dögum hjá okkur. Mikil þreyta komin í leikmenn og lappirnar fylgja kannski ekki með það sem hausinn vill gera og mér fannst þessi leikur svolítið bera þess merki." 

„Ég er ótrúlega ánægður með karakterinn í liðinu að komast eitt núll yfir og ná að halda því og vera líklegri til þess að bæta við.  Við náðum að halda hreinu og Daði kemur inn hérna í sínum fyrsta leik og stendur sig vel og heldur hreinu og það er hrikalega jákvætt."

Njarðvíkingar eru í gríðarlega þéttum pakka í baráttu um að ná umspilsæti fyrir Bestu deildina og var sterkt fyrir heimamenn að ná í öll stigin í kvöld fyrir þá baráttu. 

„Auðvitað er það nátturlega frábært. Það eru nátturlega þessi einu stig sem við erum búnir að vera fá hérna síðustu leiki hafa gert voðalega lítið fyrir okkur. Við erum allt í einu komnir einhvernveginn aðeins lengra frá þessum pakka sem við erum búnir að vera í, í eiginlega allt sumar. Ef þú tengir tvo, þrjá sigra í þessari deild að þá ertu kominn lengst upp og ef þú tapar tveim, þrem leikjum þá ertu kominn neðar. Þetta er ótrúleg deild  en þett fer svona að skiljast núna held ég í næstu tveim leikjum eða þessa umferð og svo næstu og þá verður kominn skýrari mynd á þetta hvernig þetta mun líta út held ég." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner