Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
   fim 22. ágúst 2024 20:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Maður er búin að bíða svolítið eftir þessum og að við höfum fengið hann hérna í dag á móti Gróttu var mjög kærkomið." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag. 

Njarðvíkingar höfðu betur með einu marki gegn engu en fengu færin til þess að bæta í.

„Ég er búin að segja það í síðustu viðtölum alveg sama hversu vel við höfum spilað að þá höfum við bara fengið eitt stig út úr því. Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega vel í dag. Mér fannst þetta vera alveg ekta leikur þar sem að þetta er fjórði leikurinn á tólf dögum hjá okkur. Mikil þreyta komin í leikmenn og lappirnar fylgja kannski ekki með það sem hausinn vill gera og mér fannst þessi leikur svolítið bera þess merki." 

„Ég er ótrúlega ánægður með karakterinn í liðinu að komast eitt núll yfir og ná að halda því og vera líklegri til þess að bæta við.  Við náðum að halda hreinu og Daði kemur inn hérna í sínum fyrsta leik og stendur sig vel og heldur hreinu og það er hrikalega jákvætt."

Njarðvíkingar eru í gríðarlega þéttum pakka í baráttu um að ná umspilsæti fyrir Bestu deildina og var sterkt fyrir heimamenn að ná í öll stigin í kvöld fyrir þá baráttu. 

„Auðvitað er það nátturlega frábært. Það eru nátturlega þessi einu stig sem við erum búnir að vera fá hérna síðustu leiki hafa gert voðalega lítið fyrir okkur. Við erum allt í einu komnir einhvernveginn aðeins lengra frá þessum pakka sem við erum búnir að vera í, í eiginlega allt sumar. Ef þú tengir tvo, þrjá sigra í þessari deild að þá ertu kominn lengst upp og ef þú tapar tveim, þrem leikjum þá ertu kominn neðar. Þetta er ótrúleg deild  en þett fer svona að skiljast núna held ég í næstu tveim leikjum eða þessa umferð og svo næstu og þá verður kominn skýrari mynd á þetta hvernig þetta mun líta út held ég." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner