Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 22. ágúst 2024 20:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Maður er búin að bíða svolítið eftir þessum og að við höfum fengið hann hérna í dag á móti Gróttu var mjög kærkomið." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag. 

Njarðvíkingar höfðu betur með einu marki gegn engu en fengu færin til þess að bæta í.

„Ég er búin að segja það í síðustu viðtölum alveg sama hversu vel við höfum spilað að þá höfum við bara fengið eitt stig út úr því. Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega vel í dag. Mér fannst þetta vera alveg ekta leikur þar sem að þetta er fjórði leikurinn á tólf dögum hjá okkur. Mikil þreyta komin í leikmenn og lappirnar fylgja kannski ekki með það sem hausinn vill gera og mér fannst þessi leikur svolítið bera þess merki." 

„Ég er ótrúlega ánægður með karakterinn í liðinu að komast eitt núll yfir og ná að halda því og vera líklegri til þess að bæta við.  Við náðum að halda hreinu og Daði kemur inn hérna í sínum fyrsta leik og stendur sig vel og heldur hreinu og það er hrikalega jákvætt."

Njarðvíkingar eru í gríðarlega þéttum pakka í baráttu um að ná umspilsæti fyrir Bestu deildina og var sterkt fyrir heimamenn að ná í öll stigin í kvöld fyrir þá baráttu. 

„Auðvitað er það nátturlega frábært. Það eru nátturlega þessi einu stig sem við erum búnir að vera fá hérna síðustu leiki hafa gert voðalega lítið fyrir okkur. Við erum allt í einu komnir einhvernveginn aðeins lengra frá þessum pakka sem við erum búnir að vera í, í eiginlega allt sumar. Ef þú tengir tvo, þrjá sigra í þessari deild að þá ertu kominn lengst upp og ef þú tapar tveim, þrem leikjum þá ertu kominn neðar. Þetta er ótrúleg deild  en þett fer svona að skiljast núna held ég í næstu tveim leikjum eða þessa umferð og svo næstu og þá verður kominn skýrari mynd á þetta hvernig þetta mun líta út held ég." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner