Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 0 Grótta
„Þetta er bara langþráður sigur og ánægður með þetta loksins. Við erum búnir að vera að leka mörkum svona í lok leikja og við erum ekki búnir að vera ná að klára þetta þannig ógeðslega sætt að vinna þetta." Sagði Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.
Það er rúmlega mánuður liðinn síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik í deildinni svo þessi sigur í kvöld var kærkominn fyrir heimamenn.
„Já þú sást mig hérna eftir leik. Ég var hoppandi kátur þannig þetta var bara geðveikt maður. Langþráður sigur og gott að sigla þessu heim og halda hreinu. Þetta er bara geðveikt."
Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um að halda sér í umspilssæti þegar það er stutt eftir af mótinu.
„Þetta er bara ógeðslega mikilvægur sigur. Ég sá að ÍR vann Fjölni áðan þannig þetta verður bara barátta fram í endan og þetta er ógeðslega mikilvægt."
Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |