Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 22. ágúst 2024 21:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Þetta er bara langþráður sigur og ánægður með þetta loksins. Við erum búnir að vera að leka mörkum svona í lok leikja og við erum ekki búnir að vera ná að klára þetta þannig ógeðslega sætt að vinna þetta." Sagði Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

Það er rúmlega mánuður liðinn síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik í deildinni svo þessi sigur í kvöld var kærkominn fyrir heimamenn.

„Já þú sást mig hérna eftir leik. Ég var hoppandi kátur þannig þetta var bara geðveikt maður. Langþráður sigur og gott að sigla þessu heim og halda hreinu. Þetta er bara geðveikt." 

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um að halda sér í umspilssæti þegar það er stutt eftir af mótinu. 

„Þetta er bara ógeðslega mikilvægur sigur. Ég sá að ÍR vann Fjölni áðan þannig þetta verður bara barátta fram í endan og þetta er ógeðslega mikilvægt." 

Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner