Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   lau 22. september 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg fær gullskóinn í Pepsi-kvenna
Berglind hefur aldrei skorað jafnmörg mörk á einu tímabili og núna.
Berglind hefur aldrei skorað jafnmörg mörk á einu tímabili og núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag en það var þegar allt ráðið fyrir lokaumferðina. Breiðablik varð Íslandsmeistari og Grindavík og FH fara niður.

Sjá einnig:
Pepsi-kvenna: Íslandsmeistararnir enduðu á tapi

Það er núna ljóst hver endar sem markadrottning deildarinnar en það er hún Berglind Björg Þorvalsdóttir sem gerir það. Berglind var frábær í liði Breiðabliks sem varð Íslandsmeistari en hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Sandra Mayor í Þór/KA kom næst með 15 mörk og þar á eftir var það Sandra María Jessen, einnig úr Þór/KA sem skoraði 14 mörk. Þór/KA endaði í öðru sæti deildarinnar.

Breiðablik varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar.
Athugasemdir
banner