Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fletcher: Dean Henderson sýndi í frumrauninni að svarið er já
Mynd: Getty Images
Dean Henderson var í byrjunarliði Manchester United í kvöld og hafði það frekar náðugt lengstum í leiknum. United lagði Luton 0-3 í enska deildabikarnum.

United leiddi með einu marki þegar langt var liðið á leikinn. Á 82. mínútu þurfti Henderson að vera vel á verði þegar Tom Lockyer átti skalla að marki United. Henderson varði mjög vel frá Lockyer á nærstönginni og tjáði Darren Fletcher, fyrrum leikmaður United, sig um markvörðinn eftir leik. Myndband af vörslunni má sjá neðst í fréttinni.

Umtalið hefur verið á þann veginn hvort David de Gea eigi að vera aðalmarkvörður United eða hvort Henderson eigi að fá tækifærið eftir frábært tímabil með Sheffield United.

„Fólk hefur spurt sig hvort Dean Henderson geti verið markvöðrur United og spilað 70-80 mínútur án þess að þurfa verja skot en svo þurfa að verja á lykilaugnabliki. Hann sýndi það í kvöld í frumraun sinni að hann getur það," sagði Fletcher.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tjáði sig einnig um Henderson eftir leikinn: „Þetta eru leikirnir þar sem það verður að verja þegar skotið kemur. David hefur gert það í mörg ár og Dean gerði það í dag."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner