Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 22. september 2020 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Fyrirliði Svía tuðar yfir innköstum Sveindísar - „Tók oft ansi langan tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í leik liðanna í undankeppni fyrir EM2021 í kvöld. Leikið var á Laugardalsvelli og var leikurinn fyrri leikur liðanna í riðlinum, bæði lið hafa unnið hina leikina í riðlinum til þessa.

Sænska liðið leiddi með einu marki í hálfleik en Elín Metta Jensen jafnaði leikinn eftir langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur á 61. mínútu.

Caroline Seger, fyrirliði Svía, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Hún sagði að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi sem var að leika sinn annan A-landsleik. Caroline sagði að löngu innköstin frá Sveindísi hefðu ekki komið sínu liði á óvart.

„Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað," sagði Caroline og var það Smári Jökull Jónsson á Vísi sem vakti athygli á ummælunum.

Sænskir blaðamenn spurður Seger nánar út í Sveindísi: „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.”

„Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.”

Athugasemdir
banner
banner
banner