Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 22. september 2021 09:23
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Liverpool, markaveisla Man City og Everton úr leik
Í gær var slatti af leikjum í þriðju umderð enska deildabikarsins. Hér að neðan má sjá mörkin úr þremur völdum leikjum.

Liverpool vann 3-0 sigur gegn Norwich þar sem Takumi Minamino var á skotskónum og skoraði tvö. Divock Origi kom sér einnig á blað.

Manchester City bauð upp á markaveislu gegn Wycombe og vann 6-1. Brandon Hanlan kom Wycombe reyndar yfir í þeim leik en svo opnuðust flóðgáttir.

Riyad Mahrez (2), Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og hinn nítján ára Cole Palmer skoruðu.

QPR mætti Everton og tók forystuna með marki Charlie Austin. Lucas Digne jafnaði fyrir Everton en Austin skoraði aftur. Staðan 2-1 í hálfleik en Andros Townsend skoraði í seinni hálfleik og jafnaði í 2-2. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem QPR sló Everton úr leik,






Athugasemdir