Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mið 22. september 2021 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla afgreiddi Valencia á hálftíma
Papu Gomez kom Sevilla yfir snemma leiks.
Papu Gomez kom Sevilla yfir snemma leiks.
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í spænska boltanum þar sem Sevilla mætti Valencia í hörkuslag á meðan Espanyol tók á móti Alaves.

Það var flugeldasýning í fyrri hálfleik í Sevilla þar sem Papu Gomez var búinn að skora eftir þrjár mínútur og tvöfölduðu heimamenn forystuna með sjálfsmarki á 15. mínútu.

Rafa Mir skoraði þriðja markið sjö mínútum síðar og var Hugo Duro búinn að minnka muninn skömmu síðar. Staðan því 3-1 eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Sevilla gerðu vel að standa seinni hálfleikinn af sér án þess að fá mark á sig og niðurstaðan 3-1 sigur.

Sevilla er í þriðja sæti eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Valencia sem var að tapa öðrum leiknum í röð.

Sevilla 3 - 1 Valencia
1-0 Alejandro Gomez ('3)
2-0 Toni Lato ('15 ,sjálfsmark)
3-0 Rafa Mir ('22)
3-1 Hugo Duro ('31)

Í Barcelona var Raul de Tomas hetja heimamanna í 1-0 sigri. Raul kom knettinum tvisvar sinnum í netið í fyrri hálfleik en bæði skiptin ógilt mark vegna rangstöðu.

Þetta hafðist þó í þriðju tilraun og gerði Raul sigurmarkið á 54. mínútu leiksins.

Gífurlega mikilvæg stig fyrir Espanyol, fyrsti sigur liðsins á deildartímabilinu. Espanyol er með sex stig eftir sex umferðir á meðan Alaves situr eftir án stiga.

Espanyol 1 - 0 Alaves
1-0 Raul de Tomas ('54)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner