Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
   fös 22. september 2023 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
watermark Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var klárlega markmiðið fyrir leik og það er rosalega gott að ná ásettu markmiði," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

„Mér fannst við gefa 100 prósent í allan leikinn. Við vorum tilbúnar að berjast um hvern einasta bolta og við vorum þolinmóðar. Við skoruðum eitt mark og vorum þéttar til baka sem skilaði okkur þremur stigum í dag. Það er ekki annað hægt en að vera glöð."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Sandra María spilaði í dag í vinstri bakverði og leysti það frábærlega. Hún er vön að spila framar á vellinum í félagsliði sínu.

„Þetta er mjög skemmtilegt þó ég spili vanalega sem sóknarmaður með mínu liði. Ég var upprunalega varnarmaður og spilaði í bakverði þegar ég byrjaði í U17 og svona. Maður er að rifja upp gamla takta en það er bara gaman."

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Sandra María hefur á þeim tíma komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð.

„Ég er alltaf jafnstolt og þakklát þegar ég klæðist treyjunni. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari liðsins, áttu skemmtilegt augnablik eftir leik. „Við vorum að rifja upp gamlar minningar þegar Hallbera (Gísladóttir) sá ekki þegar ég var að reyna að gefa henni 'high five'. Ég var að segja honum að gleyma því ekki aftur. Við vorum að hlæja að þessu."

Margir bílar sem komu frá Akureyri
Bróðir Söndru var í skemmtilegri treyju í stúkunni í kvöld. Treyjan var með númerinu 7; fyrir ofan það er orðið 'Jessen' og fyrir neðan númerið stendur 'systir mín'. Sandra var spurð út í þessa treyju og baklandið sem hún er með.

„Það er rosalega dýrmætt. Það voru margir bílar að keyra frá Akureyri alla leið suður til að horfa á einn leik. Ég er rosalega þakklát. Ég held að þessi treyja sé fimm eða sex ára gömul. Það er ekki eins og þetta hafi verið keypt í gær. En þetta var rosalega gaman og sætt að sjá alla í stúkunni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner