Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 22. september 2023 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var klárlega markmiðið fyrir leik og það er rosalega gott að ná ásettu markmiði," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

„Mér fannst við gefa 100 prósent í allan leikinn. Við vorum tilbúnar að berjast um hvern einasta bolta og við vorum þolinmóðar. Við skoruðum eitt mark og vorum þéttar til baka sem skilaði okkur þremur stigum í dag. Það er ekki annað hægt en að vera glöð."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Sandra María spilaði í dag í vinstri bakverði og leysti það frábærlega. Hún er vön að spila framar á vellinum í félagsliði sínu.

„Þetta er mjög skemmtilegt þó ég spili vanalega sem sóknarmaður með mínu liði. Ég var upprunalega varnarmaður og spilaði í bakverði þegar ég byrjaði í U17 og svona. Maður er að rifja upp gamla takta en það er bara gaman."

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Sandra María hefur á þeim tíma komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð.

„Ég er alltaf jafnstolt og þakklát þegar ég klæðist treyjunni. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari liðsins, áttu skemmtilegt augnablik eftir leik. „Við vorum að rifja upp gamlar minningar þegar Hallbera (Gísladóttir) sá ekki þegar ég var að reyna að gefa henni 'high five'. Ég var að segja honum að gleyma því ekki aftur. Við vorum að hlæja að þessu."

Margir bílar sem komu frá Akureyri
Bróðir Söndru var í skemmtilegri treyju í stúkunni í kvöld. Treyjan var með númerinu 7; fyrir ofan það er orðið 'Jessen' og fyrir neðan númerið stendur 'systir mín'. Sandra var spurð út í þessa treyju og baklandið sem hún er með.

„Það er rosalega dýrmætt. Það voru margir bílar að keyra frá Akureyri alla leið suður til að horfa á einn leik. Ég er rosalega þakklát. Ég held að þessi treyja sé fimm eða sex ára gömul. Það er ekki eins og þetta hafi verið keypt í gær. En þetta var rosalega gaman og sætt að sjá alla í stúkunni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner