Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 22. september 2023 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var klárlega markmiðið fyrir leik og það er rosalega gott að ná ásettu markmiði," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

„Mér fannst við gefa 100 prósent í allan leikinn. Við vorum tilbúnar að berjast um hvern einasta bolta og við vorum þolinmóðar. Við skoruðum eitt mark og vorum þéttar til baka sem skilaði okkur þremur stigum í dag. Það er ekki annað hægt en að vera glöð."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Sandra María spilaði í dag í vinstri bakverði og leysti það frábærlega. Hún er vön að spila framar á vellinum í félagsliði sínu.

„Þetta er mjög skemmtilegt þó ég spili vanalega sem sóknarmaður með mínu liði. Ég var upprunalega varnarmaður og spilaði í bakverði þegar ég byrjaði í U17 og svona. Maður er að rifja upp gamla takta en það er bara gaman."

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Sandra María hefur á þeim tíma komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð.

„Ég er alltaf jafnstolt og þakklát þegar ég klæðist treyjunni. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari liðsins, áttu skemmtilegt augnablik eftir leik. „Við vorum að rifja upp gamlar minningar þegar Hallbera (Gísladóttir) sá ekki þegar ég var að reyna að gefa henni 'high five'. Ég var að segja honum að gleyma því ekki aftur. Við vorum að hlæja að þessu."

Margir bílar sem komu frá Akureyri
Bróðir Söndru var í skemmtilegri treyju í stúkunni í kvöld. Treyjan var með númerinu 7; fyrir ofan það er orðið 'Jessen' og fyrir neðan númerið stendur 'systir mín'. Sandra var spurð út í þessa treyju og baklandið sem hún er með.

„Það er rosalega dýrmætt. Það voru margir bílar að keyra frá Akureyri alla leið suður til að horfa á einn leik. Ég er rosalega þakklát. Ég held að þessi treyja sé fimm eða sex ára gömul. Það er ekki eins og þetta hafi verið keypt í gær. En þetta var rosalega gaman og sætt að sjá alla í stúkunni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner