Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   fös 22. september 2023 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var klárlega markmiðið fyrir leik og það er rosalega gott að ná ásettu markmiði," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

„Mér fannst við gefa 100 prósent í allan leikinn. Við vorum tilbúnar að berjast um hvern einasta bolta og við vorum þolinmóðar. Við skoruðum eitt mark og vorum þéttar til baka sem skilaði okkur þremur stigum í dag. Það er ekki annað hægt en að vera glöð."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Sandra María spilaði í dag í vinstri bakverði og leysti það frábærlega. Hún er vön að spila framar á vellinum í félagsliði sínu.

„Þetta er mjög skemmtilegt þó ég spili vanalega sem sóknarmaður með mínu liði. Ég var upprunalega varnarmaður og spilaði í bakverði þegar ég byrjaði í U17 og svona. Maður er að rifja upp gamla takta en það er bara gaman."

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Sandra María hefur á þeim tíma komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð.

„Ég er alltaf jafnstolt og þakklát þegar ég klæðist treyjunni. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari liðsins, áttu skemmtilegt augnablik eftir leik. „Við vorum að rifja upp gamlar minningar þegar Hallbera (Gísladóttir) sá ekki þegar ég var að reyna að gefa henni 'high five'. Ég var að segja honum að gleyma því ekki aftur. Við vorum að hlæja að þessu."

Margir bílar sem komu frá Akureyri
Bróðir Söndru var í skemmtilegri treyju í stúkunni í kvöld. Treyjan var með númerinu 7; fyrir ofan það er orðið 'Jessen' og fyrir neðan númerið stendur 'systir mín'. Sandra var spurð út í þessa treyju og baklandið sem hún er með.

„Það er rosalega dýrmætt. Það voru margir bílar að keyra frá Akureyri alla leið suður til að horfa á einn leik. Ég er rosalega þakklát. Ég held að þessi treyja sé fimm eða sex ára gömul. Það er ekki eins og þetta hafi verið keypt í gær. En þetta var rosalega gaman og sætt að sjá alla í stúkunni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner