Í gær var dregið í fyrstu umferð í ensku bikarkeppninni. Þar koma inn liðin í þriðju- og fjórðu deild í enska deildarkerfinu. Í þriðju umferð keppninnar koma svo inn liðin í úrvalsdeildinni og Championship deildinni.
Leikmenn Chichester City fögnuðu ákaft í gærkvöldi. Sé það rétt skilið hjá fréttaritara þá leikur liðið í sjöundu efstu deild en liðið leikur í Suðaustur deildinni í Isthmian utandeildarkerfinu.
Fagnaðarlætin brutust út þegar ljóst var að liðið situr hjá í 1. umferð bikarkeppninnar og kemst því sjálfkrafa í 2. umferð. Liðið þarf því einungis að vinna einn leik í viðbót til að eiga möguleika á því að mæta liði úr úrvalsdeildinni.
Hér má sjá dráttinn í fyrstu umferð á síðu Telegraph.
Chichester City players react to receiving a bye into the second round of the #FACup! LIMBS! 😂pic.twitter.com/Dgl8RVLo59
— The Non-League Paper (@NonLeaguePaper) October 21, 2019
Athugasemdir