Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. október 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eltihrellir eyðilagði draumaskipti Quagliarella
Quagliarella fagnar marki með Sampdoria.
Quagliarella fagnar marki með Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Quagliarella raðar enn inn mörkum þrátt fyrir að vera 37 ára.
Quagliarella raðar enn inn mörkum þrátt fyrir að vera 37 ára.
Mynd: Getty Images
Dvöl Quagliarella hjá Napoli var hræðileg.
Dvöl Quagliarella hjá Napoli var hræðileg.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella er enn í fullu fjöri við að skora mörk þrátt fyrir að hann sé orðinn 37 ára gamall.

Quagliarella er búinn að skora þrjú mörk í fjórum deildarleikjum fyrir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en Björn Már Ólafsson talaði um Quagliarella í síðasta hlaðvarpi sínu um ítalska boltann hér á Fótbolta.net.

Quagliarella hefur gengið í gegnum erfiða tíma og segir Björn frá því að eltihrellir hafi eyðilagt mikilvægasta hluta ferils hans þegar hann spilaði fyrir Napoli, félagið sem hann dreymdi um að spila með í æsku.

„Árið 2009 fékk hann draumaskiptin til Napoli, hann var kynntur við miklar undirtektir hjá stuðningsmönnum og þeir voru svo spenntir fyrir honum að þeir sömdu fyrir hann sérstakt lag. Það hljómar kannski ekki skringilega að stuðningsmenn semji lag um leikmann, en stuðningsmenn Napoli semja aldrei lög um leikmenn. Þeir gerðu það síðast þegar Maradona lék hjá félaginu," segir Björn Már.

„Hann gat ekki beðið eftir því að byrja að skora fyrir liðið, en dvölin hans hjá Napoli var hræðileg. Hann spilaði eitt tímabil, spilaði 34 leiki og skoraði 11 mörk. Hann var strax eftir tímabilið seldur til Juventus og varð óvinsæll hjá stuðningsmönnum."

„Það sem fáir vissu á þessum tíma var hann að hann glímdi við viðbjóðslegan eltihrelli."

„Quagliarella hefur alltaf verið jarðbundinn náungi sem býr heima hjá foreldrum sínum þegar hann kemur aftur heim til Napoli. Hann var einu sinni heima með vini sínum í Napoli og nefndi það að einhver hefði hakkað sig inn á 'messenger' reikninginn hans. Vinur hans benti honum á lögreglumann sem hann þekkti, Raffaele Piccolo."

„Þessi lögreglumaður starfaði hjá póstsvikadeildinni hjá lögreglunni í Napoli. Quagliarella hitti Piccolo, sem tekur af honum skýrslu, spjallar við hann og straujar símann hans."

„Skömmu síðar fer Quagliarella að fá alls konar tölvupósta, bréfpósta og sms með grófum ásökunum. Hann er sakaður um að vera í Camorra-mafíunni í Napoli sem er gróf ásökun. Seinna urðu áskanirnar grófari; hann var sakaður um að vera með barnaklám í tölvunni sinni og að nota eiturlyf. Eitt sinn fékk faðir hans bréf þar sem Quagliarella var hótað lífláti. Síðan var einhver farinn að 'photoshoppa' höfuðið á honum á klámfengnar myndir, og fleira."

„Þetta var á þeim tíma þegar hann var orðinn leikmaður Napoli. Þetta settist þyngra og þyngra á sál hans. Hann vissi ekkert hver það var sem sendi þessi skilaboð og alltaf þegar hann fékk skilaboð, þá fór hann með þau til Piccolo. Piccolo sagðist leita logandi ljósi að þessum þrjóti og Quagliarella þakkaði aðstoðina með því að gefa honum miða á leiki, treyjur og annað góðgæti. Quagliarella fór að þróa með sér andlega vanlíðan og ofsóknaræði."

Þetta hafði auðvitað áhrif inn á völlinn og Quagliarella spilaði illa með Napoli.

„Piccolo fór að verða ágengari. Hann bað hann um fleiri treyjur, fleiri miða og fleiri eiginhandaráritanir. Einn daginn segist Piccolo vera farinn að fá sömu skilaboð. Hann sagði við fjölskyldu Quagliarella að gerandinn hlyti að vita að hann væri að aðstoða Fabio. Þegar fjölskylda Quagliarella bað um að fá að sjá skilaboðin, sagðist hann hafa eytt þeim sem meikar engan sens fyrir lögreglumann að gera. Þá fór fjölskyldan að gruna að Piccolo væri ekki saklaus í þessu máli."

„Skömmu síðar fer Quagliarella í matarboð til vinar síns frá Napoli þar sem hann kynntist lögfræðingi. Þeir ræða saman og Fabio fer að segja frá vandamálum sínum. Þetta reyndist mjög happadrjúgt því þessi lögfræðingur hefði lent í því sama. Það sem meira er, að þá þekkti hann lögreglumanninn, Raffaele Piccolo. Lögfræðingurinn sagði Quagliarella sögu sína, sagði að þessi Piccolo væri svikari sem hefði hótað sér og mörgum öðrum."

„Vinur Fabio fer svo og talar við lögregluna. Hann vill fá útskýringar á rannsókninni sem væri í gangi á þessum eltihrelli. Hann biður lögregluna um að sýna sér lögregluskýrslurnar sem Piccolo hafði tekið af Fabio. Lögreglumennirnir leituðu en þeir fundu ekki neitt. Þá lág fyrir að Piccolo hefði verið að svíkja Quagliarella allan þennan tíma."

Napoli tóku Quagliarella í sátt eftir að það kom í ljós hvað hafði átt sér stað. Þeir sömdu nýtt lag þar sem þeir sungu um að þeir iðruðust gjörða sinna.

Quagliarella hefur átt farsælan feril frá því að hann yfirgaf Napoli, en hann er þekktur fyrir það að skora frábær mörk.

Raffaele Piccolo var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í fyrra, en Quagliarella var ekki eina fórnarlamb hans.
Ítalski boltinn - Zlatan sýningin í Derby della Madonnina
Athugasemdir
banner
banner
banner