Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 22. október 2021 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún heillaði markadrottninguna - „Hún átti frábæran leik"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Margrét Lára.
Sóknarmaðurinn Margrét Lára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir kom sterk inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 4-0 sigri gegn Tékklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Markadrottningunni Margréti Láru Viðarsdóttur fannst Guðrún vera besti maður vallarins í þessum stórkostlega sigri. Guðrún var að byrja keppnisleik í fyrsta sinn með landsliðinu.

„Ég myndi setja atkvæði mitt á Guðrúnu," sagði Margrét Lára á RÚV eftir leik.

„Hún tók risa skref í sumar þegar hún fór frá Djurgården til Rosengård. Hún varð sænskur meistari þar fyrir nokkrum dögum. Hún er með mikið sjálfstraust. Hún átti frábæra tæklingu, var hugrökk og mjög góð að spila út úr vörninni."

„Það er skrítið að sóknarmaðurinn velji aftasta manninn, en þetta er svona. Hún átti frábæran leik."

Er ekki vitleysingur
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu. Guðrún og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í liðið. Þær voru báðar mjög góðar í leiknum og var Steini ánægður með sínar ákvarðanir - tengdar liðsvali - er hann var spurður á fréttamannafundi eftir leik.

„Já, það er einhver ástæða fyrir því að maður er í þessu starfi. Maður hefur eitthvað fram að færa, maður er ekki bara vitleysingur," sagði Steini léttur.

„Ég taldi þetta vera rétt skref og treysti þeim til að spila þennan leik. Með Karólínu fengum við fjölbreytni inn á miðsvæðinu sóknarlega. Guðrún er góður varnarmaður, á góðum stað og með blússandi sjálfstraust."

Ísland mætir Kýpur í næstu viku og ætti það að vera skyldusigur fyrir íslenska liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner