Blikinn Arnar Bjarki Gunnleifsson er þessa stundina á reynslu hjá danska félaginu Nordsjælland og æfir þar með U17 ára liði félagsins.
Arnar Bjarki er mikið efni, fæddur 2010 og er stór og stæðilegur sóknarmaður. Hann er sonur fyrrum landsliðsmarkvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar.
Arnar Bjarki er mikið efni, fæddur 2010 og er stór og stæðilegur sóknarmaður. Hann er sonur fyrrum landsliðsmarkvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar.
Hann er leikmaður 3. flokks Breiðabliks sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar og skoraði hann 15 mörk í 20 leikjum yfir tímabilið.
Hann hefur þegar spilað sex leiki fyrir unglingalandsliðin, þrjá fyrir U15 og þrjá fyrir U16. Hann hefur skorað tvö mörk í leikjunum með U16.
Hjá Nordsjælland er Daniel Ingi Jóhannesson og Alexander Rafn Pálmason gengur í raðir félagsins næsta sumar.
Athugasemdir