Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Versta byrjun Man City í tólf ár
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Enska stórliðið Manchester City er að eiga verstu byrjun í deildinni síðan 2008 er Mark Hughes stýrði liðinu en City er að eins með tólf stig úr fyrstu átta leikjunum.

Tottenham lagði City 2-0 í deildinni í gær og hefur City gengið afar illa að safna stigum í byrjun leiktíðar.

Síðast þegar þetta gerðist var Mark Hughes við stjórnvölin en var látinn fara í desember sama ár og tók Roberto Mancini við keflinu.

City náði aðeins í tíu stig úr fyrstu átta leikjunm það tímabilið en í september sama ár eignaðist Sheikh Mansour liðið og byrjaði hann að dæla peningum í leikmannakaup strax í janúar.

Guardiola og hans menn hafa aðeins skorað tíu mörk í þessum átta leikjum. Það er vandamál sem City hefur ekki þekkt síðustu ár en það hefur ekki gerst síðan tímabilið 2006-2007 þegar liðið hafði aðeins skorað sex mörk eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner