Sky Sports á Ítalíu segir frá því að Emerson Royal, bakvörður AC Milan, muni ekki yfirgefa félagið í janúar eins og allt stefndi í.
Félagið er að fá Kyle Walker frá Man City og því myndi Emerson yfirgefa félagið aðeins hálfu ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Tottenham.
Hann meiddist hins vegar á kálfa gegn Girona í Meistaradeildinni í gær og Sky Sports greinir frá því að hann verði frá í tvo til þrjá mánuði.
Fulham, Everton og Galatasaray höfðu sýnt honum áhuga.
Athugasemdir