Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver væri besti áfangastaðurinn fyrir Hákon á Englandi?
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon fagnar marki með Lille.
Hákon fagnar marki með Lille.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson átti frábæran leik fyrir Lille gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Hákon hefur leikið frábærlega eftir að hann kom úr meiðslum.

Hákon hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína en félög í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast með honum. Þar á meðal er Tottenham en einnig má nefna Crystal Palace og Newcastle.

„Ég held að Arnar Gunnlaugsson sé með vatn í munninum að horfa á hann þessa dagana," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum en Arnar tók nýverið við sem landsliðsþjálfari og var á Anfield að horfa á leik Liverpool og Lille.

„Hann var að daðra við Manchester United um daginn," sagði Guðmundur jafnframt en Hákon er stuðningsmaður United. „Hann myndi klárlega komast inn í byrjunarliðið þar," sagði Sölvi Haraldsson.

Rætt var um Hákon í síðasta þættinum en þar var Baldvin Már Borgarsson spurður út í það hver væri besti áfangastaðurinn fyrir Skagamanninn ef hann færi í enska boltann.

„Staðreyndin er sú að Crystal Palace, Newcastle og Tottenham hafa fylgst mjög náið með honum eftir leikinn gegn Englandi í júní síðastliðnum. Ef ég ætti að velja lið fyrir hann í dag, þá þætti mér Aston Villa skemmtilegt. Hann kæmist pottþétt í hlutverk þar í skemmtilegu liði. Það er sama með Brighton, það er félag sem hefur verið dæla út stjörnum."

„Svo er það Tottenham sem spilar skemmtilegan fótbolta, er stórt félag og með fullt af góðum leikmönnum. Ef hann fengi ekki Gylfa meðferð í Tottenham, þá væri Tottenham gott skref - ef hann færi ekki þangað til að vera 15. maður," sagði Baldvin.

Það væri þá skemmtilegt að sjá Hákon í Crystal Palace þar sem leikmenn með hans eiginleika fá að blómstra.

„Palace, það er raunverulegur áhugi. Þegar það var að koma fram var Palace í skítamálum og Glasnerinn virkaði eins og vörusvik. En þeir eru langt frá því að vera í fallbaráttu í dag. Hákon gæti komið og spilað í kringum Eze, það er skemmtileg pæling," sagði Baldvin en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Hákon er aðeins 21 árs gamall og er gríðarlega spennandi leikmaður.
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Athugasemdir
banner