Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 09:23
Elvar Geir Magnússon
Marmoush til Man City (Staðfest) - „Egypski prinsinn“
Marmosh tekur við treyju númer 7.
Marmosh tekur við treyju númer 7.
Mynd: Manchester City
Stuðningsmenn Manchester City hafa fengið fréttir sem lina þjáningarnar eftir tapið gegn PSG í gær. Egypski framherjinn Omar Marmoush hefur verið keyptur frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi á 59 milljónir punda.

Þessi 25 ára leikmaður er kynntur sem „egypski prinsinn“ og tekur við treyju númer 7 hjá Englandsmeisturunum. Hann hefur skrifað undir samning til sumarsins 2029.

Marmoush hefur skorað 37 mörk og átt 20 stoðsendingar í 67 leikjum síðan hann kom til Frankfurt sumarið 2023. Þessi fjölhæfi framherji lék áður fyrir Wadi Degla, Wolfsburg,St. Pauli og Stuttgart.

Hann hefur spilað 35 landsleiki fyrir Egyptaland og skorað sex mörk. Hann er þriðji leikmaðurinn sem City fær í janúarglugganum, á eftir Abdukodir Khusanov og Vitor Reis.


Athugasemdir
banner
banner