Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 23. febrúar 2020 13:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Solskjær vonar að Ighalo komist á blað í dag
Það er framundan ansi þýðingarmikill leikur á Old Trafford í dag, heimamenn í Manchester United þurfa á þremur stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti en gestirnir í Watford þurfa stig í fallbaráttunni.

Odion Ighalo sem kom til Manchester United á láni í janúar mætir í dag sínu gamla félagi, Watford, þar sem hann lék á árunum 2014 til 2017 með nokkuð góðum árangri.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United vonar að Ighalo komist á blað hjá Rauðu djöflunum í dag þegar hann mætir sínu gamla félagi.

„Þetta verður sérstakur dagur fyrir hann og vonandi nær hann að skora aftur í úrvalsdeildinni og nú gegn sínu gamla félagi," sagði Solskjær.

Flautað verður til leiks klukkan 14:00 á Old Trafford, Ighalo er ekki í byrjunarliði.
Athugasemdir
banner