Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann: Ég vil alltaf meira
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson segist vera einbeittur á komandi tímabil með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og ekki hugsa um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Hinn 17 ára gamli Ísak er eftirsóttur en hann sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég er ekki að hugsa um að fara núna. Þú getur spurt umboðsmann minn út í þetta, ég hef ekki spurt hann. Það hefur örugglega verið áhugi en einbeiting mín er á Norrköping," sagði Ísak við FotbollDirekt.

„Það er engin pressa á mér. Ég vil verða fótboltamaður í hæsta gæðaflokki og ég legg hart að mér á hverjum degi til að ná því. Mér er skítsama þó að ég sé hæfileikaríkur, þú verður að vera góður fótboltamaður og það er það sem ég ætla að gera á ferli mínum."

„Ég tel að andlegur styrkur sé aðalstyrkleiki minn. Þegar ég á góðan leik þá hugsa ég alltaf um það hvað ég get gert betur. Ég er aldrei ánægður."

„Margir á mínum aldri slaka á þegar þeir eiga góðan leik og eru kannski of ánægðir. Ég er aldrei ánægður. Ég vil alltaf meira. Þannig er þetta hjá þeim sem hafa náð á toppinn, þeir slaka aldrei á."

Athugasemdir
banner
banner
banner