Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. mars 2020 12:40
Elvar Geir Magnússon
„Mjög langt í að íþróttir verða fyrir framan fulla leikvanga"
Mynd: Getty Images
Sean Ingle, íþróttafréttamaður Guardian, segir að fólk sé mjög óraunhæft í því hvenær það telji að hægt verði að klára fótboltatímabilið.

„Um helgina talaði ég við leiðandi sérfræðing sem er í teymi Bretlands í að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Ég spurði hann hvenær íþróttir eins og við þekkjum þær, fyrir framan fulla leikvanga, myndu snúa aftur," segir Ingle.

„Hann sagði að það væri ekki farið að sjást ljós í enda ganganna enn. Við værum að tala um marga mánuði, jafnvel næsta ár."

„Það er ekki hægt að spá um framtíðina en ef við hlustum á vísindamenn og fagfólk þá getum við búið okkur undir það sem kemur næst. Ástandið mun versna og mun fleiri eiga eftir að týna lífi."

„Þó fótboltinn muni snúa aftur bak við lyktar dyr þá gæti leikmaður greinst með veiruna og þá þarf allt liðið að fara í sóttkví og tímabilið dregst þá enn aftar," segir Ingle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner