Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   fim 23. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð: Það er staðreynd, engin afsökun
Icelandair
Alfreð í leiknum í kvöld.
Alfreð í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alveg ótrúlega mikil vonbrigði ef þú tapar 3-0 í svona mikilvægum leik. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði reynsluboltinn Alfreð Finnbogason eftir tapið hörmulega gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Við áttum í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum þá. Þeir voru gríðarlega þéttir á miðsvæðinu og með þrjá hafsenta. Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið til að vinna þennan leik," sagði Alfreð en hvað vantaði helst upp á?

„Það eru smáatriði sem skipta máli. Þegar þeir eru með fyrirgjafir í mörkunum þá eru þeir oft þrír á þrjá sem er ekki góð staða að vera í. Við viljum vera í yfirtölu í okkar teig. Þeir við erum með fyrirgjafir erum við tveir á fimm. Við verðum að draga lærdóm af þessu og vera þéttari."

„Við vorum að reyna að pressa þá hátt sem gekk ekki nægilega vel... þetta spilaðist í þeirra hendur."

Bosnía er lið sem við stefnum á að keppa við um annað sætið í riðlinum. „Þetta er högg, engin spurning. En þetta eru tíu leikir. Þetta ræðst ekki í kvöld. Við þurfum að vinna þessa skyldusigra eins og er næsta sunnudag. Það á rosalega mikið eftir að gerast en þetta er vissulega mikið högg."

„Við erum lið í mótun. Við erum ekki búnir að spila marga leiki saman. Það er staðreynd, engin afsökun. Við fáum reynslumikla leikmenn inn vonandi bráðlega. Það munar um alla. Við þurfum hópinn. Við vorum slakir í smáatriðunum í dag."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner