Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fim 23. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð: Það er staðreynd, engin afsökun
Icelandair
Alfreð í leiknum í kvöld.
Alfreð í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alveg ótrúlega mikil vonbrigði ef þú tapar 3-0 í svona mikilvægum leik. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði reynsluboltinn Alfreð Finnbogason eftir tapið hörmulega gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Við áttum í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum þá. Þeir voru gríðarlega þéttir á miðsvæðinu og með þrjá hafsenta. Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið til að vinna þennan leik," sagði Alfreð en hvað vantaði helst upp á?

„Það eru smáatriði sem skipta máli. Þegar þeir eru með fyrirgjafir í mörkunum þá eru þeir oft þrír á þrjá sem er ekki góð staða að vera í. Við viljum vera í yfirtölu í okkar teig. Þeir við erum með fyrirgjafir erum við tveir á fimm. Við verðum að draga lærdóm af þessu og vera þéttari."

„Við vorum að reyna að pressa þá hátt sem gekk ekki nægilega vel... þetta spilaðist í þeirra hendur."

Bosnía er lið sem við stefnum á að keppa við um annað sætið í riðlinum. „Þetta er högg, engin spurning. En þetta eru tíu leikir. Þetta ræðst ekki í kvöld. Við þurfum að vinna þessa skyldusigra eins og er næsta sunnudag. Það á rosalega mikið eftir að gerast en þetta er vissulega mikið högg."

„Við erum lið í mótun. Við erum ekki búnir að spila marga leiki saman. Það er staðreynd, engin afsökun. Við fáum reynslumikla leikmenn inn vonandi bráðlega. Það munar um alla. Við þurfum hópinn. Við vorum slakir í smáatriðunum í dag."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir