Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. apríl 2023 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor fullyrðir að boltinn hafi ekki farið í höndina - „Veit ekki hvernig þeir finna þetta út"
Viktor Örn.
Viktor Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi.
Jóhann Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, fékk dæmda á sig vítaspyrnu í uppbótartíma gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildarinnar. Dómurinn kom í stöðunni 1-1, Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, fór á punktinn og skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Breiðablik

Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, dæmdi hendi á Viktor inn á vítateig. Sverrir Páll Hjaltested, leikmaður ÍBV, reyndi fyrirgjöf, Viktor renndi sér, hendurnar voru frá líkamanum og í upptöku er eiginlega ómögulegt að segja hvort boltinn fari í hendurnar eða andlit Viktors.

Blikar voru á því eftir leik að boltinn hefði farið í andltiið á varnarmanninum og því var hann gripinn í viðtal um borð í Herjólfi eftir leik.

„Hann kemst upp að endalínu og þrykkir honum beint í andlitið á mér," sagði Viktor Örn. Þá kom þér væntanlega á óvart að það hafi verið dæmt víti?

„Já, fáránlegt, í sjokki eiginlega. Ég skell einhvern veginn aftur í jörðina og þeir ákveða að dæma þetta á bara líkum og virðast giska. Þeir sjá augljóslega ekki hvað gerist, ég veit ekki hvernig þeir finna þetta út - dæma þetta á líkum. Þetta fer hreint í andlitið á mér, snerti ekki á mér höndina. Sem er ekkert eðlilega pirrandi í lok leiks að fá svona dóm á móti sér."

Viktor lá eftir í smá stund eftir atvikið. „Þetta er þungt högg framan á nefið og munninn, skell einhvern veginn aftur í grasið. Ég var smá tíma að hrista það af mér."

Þetta er engin spurning um andlit fyrst og svo hendi? „Boltinn snertir ekki á mér hendina. Sjaldan sem ég hef fengið boltann svona fast beint framan á smettið."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Jóhann hefði dæmt vítaspyrnu á Viktor í uppbótartíma. Manstu eftir hinu atvikinu?

„Ég held að þetta sé þriðja. Eitt var klárlega víti en í hinum tveimur virðist hann vera að dæma á líkum - giska að mínu mati."

Er það extra svekkjandi að þetta sé sami dómari? „Nei, ekkert extra svekkjandi en maður er orðinn þreyttur á að hann taki ákvarðanir sem manni finnst slakar. Sama hver dómarinn væri þá væri þetta pirrandi ef manni finnst óréttlátt dæmt á mann víti," sagði Viktor.
Óskar ósáttur: Hefur áður dæmt vítaspyrnu á síðustu sekúndunni á Viktor Örn
Höskuldur: Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori
Athugasemdir
banner
banner