Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mið 23. apríl 2025 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var góður 'climax' á frekar skemmtilegum leik. Þetta var bara kirsuberið," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir dramatískan sigur á nágrönnunum í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Það virtist stefna í 1-1 jafntefli en Höskuldur tók þá málin í sínar hendur og skoraði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Það fór einn í slá og einn í stöng. Við fengum margar góðar stöður og mörg færi. Það hlaut síðan að detta þegar það kom smá dautt móment. Það vill oft verða þannig."

„Það var gaman að gera þetta fyrir framan fulla stúku í þessum nágrannaslag sem eru alltaf skemmtilegir. Áhorfendum og unnendum fótboltans finnst gaman að sjá þessi lið mætast."

Höskuldur átti nokkur skot í leiknum sem rötuðu ekki alveg á rammann. Svo kom augnablikið í lokin.

„Ég var búinn að hlaða fótinn helvíti illa verð ég að segja. Erfiðasta skotfærið datt síðan. Halla sér yfir boltann, kom loksins á 93. mínútu."

„Það eru sætar minningar þegar það er drama í þessu og geðshræringar. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, frábært svar fyrir dýran tíu mínútna kafla í síðasta deildarleik," sagði Höskuldur að lokum.
Athugasemdir
banner