Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   mið 23. apríl 2025 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var góður 'climax' á frekar skemmtilegum leik. Þetta var bara kirsuberið," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir dramatískan sigur á nágrönnunum í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Það virtist stefna í 1-1 jafntefli en Höskuldur tók þá málin í sínar hendur og skoraði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Það fór einn í slá og einn í stöng. Við fengum margar góðar stöður og mörg færi. Það hlaut síðan að detta þegar það kom smá dautt móment. Það vill oft verða þannig."

„Það var gaman að gera þetta fyrir framan fulla stúku í þessum nágrannaslag sem eru alltaf skemmtilegir. Áhorfendum og unnendum fótboltans finnst gaman að sjá þessi lið mætast."

Höskuldur átti nokkur skot í leiknum sem rötuðu ekki alveg á rammann. Svo kom augnablikið í lokin.

„Ég var búinn að hlaða fótinn helvíti illa verð ég að segja. Erfiðasta skotfærið datt síðan. Halla sér yfir boltann, kom loksins á 93. mínútu."

„Það eru sætar minningar þegar það er drama í þessu og geðshræringar. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, frábært svar fyrir dýran tíu mínútna kafla í síðasta deildarleik," sagði Höskuldur að lokum.
Athugasemdir
banner