Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 23. apríl 2025 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var góður 'climax' á frekar skemmtilegum leik. Þetta var bara kirsuberið," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir dramatískan sigur á nágrönnunum í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Það virtist stefna í 1-1 jafntefli en Höskuldur tók þá málin í sínar hendur og skoraði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Það fór einn í slá og einn í stöng. Við fengum margar góðar stöður og mörg færi. Það hlaut síðan að detta þegar það kom smá dautt móment. Það vill oft verða þannig."

„Það var gaman að gera þetta fyrir framan fulla stúku í þessum nágrannaslag sem eru alltaf skemmtilegir. Áhorfendum og unnendum fótboltans finnst gaman að sjá þessi lið mætast."

Höskuldur átti nokkur skot í leiknum sem rötuðu ekki alveg á rammann. Svo kom augnablikið í lokin.

„Ég var búinn að hlaða fótinn helvíti illa verð ég að segja. Erfiðasta skotfærið datt síðan. Halla sér yfir boltann, kom loksins á 93. mínútu."

„Það eru sætar minningar þegar það er drama í þessu og geðshræringar. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, frábært svar fyrir dýran tíu mínútna kafla í síðasta deildarleik," sagði Höskuldur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner