Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   mið 23. apríl 2025 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var virkilega sætt," sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn gömlu félögunum í Stjörnunni.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var geðveikt, mjög mikill léttir bara," sagði Óli Valur um sigurmarkið.

Óli Valur átti frábæran leik og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað eða lagt upp.

„Mér fannst ég vera hættulegur. Ég hefði átt að skora. Það var ekkert eðlilega þreytt (að ná ekki að skora). Við náðum bara ekki að skora, allir í liðinu. Svo loksins datt þetta og það var geggjað," sagði Óli Valur.

Hvernig var að mæta gömlu félögunum?

„Það er mjög gaman. Maður hefur tilfinningu fyrir gæjunum, bara strákarnir. Það er virkilega gaman að spila á móti þeim. Mér fannst skrítið að mæta þeim í Þungavigtarbikarnum, svona fyrst. Að vera búinn að mæta þeim var þægilegt, núna var þetta eins og hver annar leikur."

Óli Valur var valinn maður leiksins af Breiðabliki og þegar það var tilkynnt þá bauluðu stuðningsmenn Stjörnunnar.

„Ég reyndar heyrði það ekki. Ég bjóst við einhverju bauli. Það var töluvert minna en ég bjóst við," sagði Óli Valur léttur.
Athugasemdir
banner