„Þetta var virkilega sætt," sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn gömlu félögunum í Stjörnunni.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
„Þetta var geðveikt, mjög mikill léttir bara," sagði Óli Valur um sigurmarkið.
Óli Valur átti frábæran leik og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað eða lagt upp.
„Mér fannst ég vera hættulegur. Ég hefði átt að skora. Það var ekkert eðlilega þreytt (að ná ekki að skora). Við náðum bara ekki að skora, allir í liðinu. Svo loksins datt þetta og það var geggjað," sagði Óli Valur.
Hvernig var að mæta gömlu félögunum?
„Það er mjög gaman. Maður hefur tilfinningu fyrir gæjunum, bara strákarnir. Það er virkilega gaman að spila á móti þeim. Mér fannst skrítið að mæta þeim í Þungavigtarbikarnum, svona fyrst. Að vera búinn að mæta þeim var þægilegt, núna var þetta eins og hver annar leikur."
Óli Valur var valinn maður leiksins af Breiðabliki og þegar það var tilkynnt þá bauluðu stuðningsmenn Stjörnunnar.
„Ég reyndar heyrði það ekki. Ég bjóst við einhverju bauli. Það var töluvert minna en ég bjóst við," sagði Óli Valur léttur.
Athugasemdir