Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   mið 23. apríl 2025 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var virkilega sætt," sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn gömlu félögunum í Stjörnunni.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var geðveikt, mjög mikill léttir bara," sagði Óli Valur um sigurmarkið.

Óli Valur átti frábæran leik og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað eða lagt upp.

„Mér fannst ég vera hættulegur. Ég hefði átt að skora. Það var ekkert eðlilega þreytt (að ná ekki að skora). Við náðum bara ekki að skora, allir í liðinu. Svo loksins datt þetta og það var geggjað," sagði Óli Valur.

Hvernig var að mæta gömlu félögunum?

„Það er mjög gaman. Maður hefur tilfinningu fyrir gæjunum, bara strákarnir. Það er virkilega gaman að spila á móti þeim. Mér fannst skrítið að mæta þeim í Þungavigtarbikarnum, svona fyrst. Að vera búinn að mæta þeim var þægilegt, núna var þetta eins og hver annar leikur."

Óli Valur var valinn maður leiksins af Breiðabliki og þegar það var tilkynnt þá bauluðu stuðningsmenn Stjörnunnar.

„Ég reyndar heyrði það ekki. Ég bjóst við einhverju bauli. Það var töluvert minna en ég bjóst við," sagði Óli Valur léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner