Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mið 23. apríl 2025 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var virkilega sætt," sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn gömlu félögunum í Stjörnunni.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var geðveikt, mjög mikill léttir bara," sagði Óli Valur um sigurmarkið.

Óli Valur átti frábæran leik og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað eða lagt upp.

„Mér fannst ég vera hættulegur. Ég hefði átt að skora. Það var ekkert eðlilega þreytt (að ná ekki að skora). Við náðum bara ekki að skora, allir í liðinu. Svo loksins datt þetta og það var geggjað," sagði Óli Valur.

Hvernig var að mæta gömlu félögunum?

„Það er mjög gaman. Maður hefur tilfinningu fyrir gæjunum, bara strákarnir. Það er virkilega gaman að spila á móti þeim. Mér fannst skrítið að mæta þeim í Þungavigtarbikarnum, svona fyrst. Að vera búinn að mæta þeim var þægilegt, núna var þetta eins og hver annar leikur."

Óli Valur var valinn maður leiksins af Breiðabliki og þegar það var tilkynnt þá bauluðu stuðningsmenn Stjörnunnar.

„Ég reyndar heyrði það ekki. Ég bjóst við einhverju bauli. Það var töluvert minna en ég bjóst við," sagði Óli Valur léttur.
Athugasemdir
banner
banner