Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
   mið 23. maí 2018 22:03
Arnar Helgi Magnússon
Orri Þórðar: Miðað við þessa stigasöfnun erum við langt frá markmiðum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Þórðarson þjálfari FH var svekktur eftir 4-1 tap sinna stelpna á móti Selfossi í Pepsi-deildinni í kvöld. Selfyssingar komust yfir snemma í leiknum og náðu að sigla þremur stigum heim.

„Þetta 4-1 gefur enganveginn rétta mynd af gangi leiksins af því að leikurinn var bara jafn úti á vellinum. Munurinn liggur í því að við erum að gefa algjör skítamörk á okkur. Við gerðum oft vel í uppspilinu en vorum ekki að ná að tengja nægilega vel á fremsta þriðjungi."

FH-ingar fengu mark á sig snemma í leiknum en Orri telur þó að það hafi ekki riðlað skipulagi leiksins.

„Það riðlar í sjálfu sér ekki skipulaginu en það er aldrei gott að fá á sig mark svona snemma og mér fannst þetta lykta af kæruleysi og samskiptaleysi. Við áttum bara að gera miklu betur."

Uppskeran eftir fjóra leiki hjá FH í Pepsideildinni eru 3 stig og virðist Orri ekkert vera neitt sérstaklega sáttur við það.

„Markmiðið var og er að gera betur en í fyrra. Miðað við þessa stigasöfnun og frammistöðu þá erum við langt frá því. Við tökum einn leik í einu, það er ekkert annað hægt."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner