Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   lau 23. maí 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumaliðsdeildin - Draumaliðsmeistarinn velur sitt lið
Lið Draumaliðsmeistarans.
Lið Draumaliðsmeistarans.
Mynd: ss
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist með hverjum deginum í Pepsi Max-deildina. Aron Elís Þrándarson, leikmaður OB og sigurvegari í Draumaliðsdeild Eyjabita á síðasta ári, er búinn að velja sitt lið í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Ég held að Hannes eigi eftir að vera geggjaður í sumar og ásamt Valsvörninni muni halda oft hreinu," segir Aron sem ætlar að stilla upp í 4-4-2 í fyrstu umferð. Nafnið á liðinu er einfalt: AT19.

„Ég treysti á að minn maður Davíð Atla skili sóknarstigum og verði eins og rennilás upp kantinn í sumar. Vindurinn mun svo skila alvöru summu af stigum, það er klárt. Hörður og Ástbjörn fínir budget menn til að loka þessu."

„Ég hef heyrt að Seiðkarlinn hafi verið að æfa eins og skepna í covid pásunni og er því auto í liðinu, er á föstum leikatriðum í HK og það mun skila sér. Hilmar Árni er svo eini leikmaðurinn í Pepsi Max sem maður verður að hafa sama hversu dýr hann er. Tek svo tvo unga og graða með þeim, geri kröfu á að Gústi verði meira consistent heldur en i fyrra og skili fleiri goal points. Hann tjaldaði á Víkingsvellinum í covid pásunni svo ég vil sjá að það hafi skilað sér."

„Ég er svo með tvær fallbyssur frammi, besta Danann í deildinni og ég held að Óttar eigi eftir að raða inn mörkunum. Báðir spila í liðum sem að eiga eftir að skapa endalaust af færum."

„Menn verða samt að halda sér á tánum, maður er með augu allstaðar þannig menn geta misst sætið sitt í liðinu fyrir fyrsta leik!"
sagði Aron að lokum.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeildin - Gunni Birgis velur sitt lið
Draumaliðsdeildin - Böddi löpp velur sitt lið
Draumaliðsdeildin - Egill Ploder velur sitt lið
Athugasemdir
banner