Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 23. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Selfoss getur komist á toppinn
Mynd: Hrefna Morthens
Fjórir leikir eru á dagskrá í 6. umferð Bestu deildar kvenna í dag en þar mætast meðal annars Stjarnan og Selfoss.

Selfyssingar hafa byrjað tímabilið vel og sitja í 2. sæti deildarinnar með 11 stig en liðið getur komist á toppinn með sigri á Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við á Samsungvellinum klukkan 20:15.

KR spilar þá við Aftureldingu í botnbaráttunni á meðan Keflavík mætir Þrótturum á HS Orkuvellinum. ÍBV spilar þá við Þór/KA á Hásteinsvelli.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
18:00 ÍBV-Þór/KA (Hásteinsvöllur)
19:15 Keflavík-Þróttur R. (HS Orku völlurinn)
19:15 KR-Afturelding (Meistaravellir)
20:15 Stjarnan-Selfoss (Samsungvöllurinn)

4. deild karla - A-riðill
20:00 KFB-Ísbjörninn (OnePlus völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Stokkseyri-KFK (Stokkseyrarvöllur)

4. deild karla - E-riðill
19:00 Boltaf. Norðfj.-Máni (Norðfjarðarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner