Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin tryggðu sig upp í efstu deild - Arnór Gauti skoraði
Freyr er að gera flotta hluti í danska boltanum.
Freyr er að gera flotta hluti í danska boltanum.
Mynd: Lyngby
Mynd: Hönefoss

Aron Sigurðarson byrjaði á vinstri kanti hjá Horsens og lagði annað markið upp í þægilegum fjögurra marka sigri á útivelli gegn Fredericia í næstsíðustu umferð tímabilsins í dönsku B-deildinni.


Horsens er búið að tryggja sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð og fer upp ásamt Lyngby sem gerði jafntefli við Nyköbing.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og fékk Sævar Atli Magnússon að spila síðustu tuttugu mínúturnar í dag. Frederik Schram er varamarkvörður félagsins.

Lyngby er í öðru sæti fyrir lokaumferðina, þremur stigum eftir toppliði Horsens og með fjögurra stiga forystu á næsta lið. Freyr er því búinn að koma Lyngby upp í efstu deild.

Fredericia 0 - 4 Horsens
0-1 L. Qamili ('23)
0-2 M. Opondo ('27)
0-3 L. Qamili ('47)
0-4 A. Jacobsen ('84)

Nyköbing 1 - 1 Lyngby
0-1 R. Pedersen ('16)
1-1 M. Kristensen ('91)

Arnór Gauti Ragnarsson var þá í byrjunarliði Hönefoss og skoraði annað mark liðsins í dramatísku jafntefli gegn Brumunddal í D-deild norska boltans.

Hönefoss leiddi 3-1 þar til í uppbótartíma. Gestirnir minnkuðu muninn á 93. mínútu og fékk Valgeir Árni Svansson rautt spjald skömmu síðar. Brumunddal gerði svo jöfnunarmark á 100. mínútu og urðu lokatölur 3-3.

Hönefoss er með átta stig eftir sjö umferðir. Varalið Álasundar er í efsta sæti deildarinnar með varalið Molde á hælum sér.

Að lokum gerði Start jafntefli við Ranheim í B-deildinni en Bjarni Mark Antonsson var utan hóps. Start er í þriðja sæti, með 14 stig eftir 7 umferðir.

Ranheim 2 - 2 Start

Hönefoss 3 - 3 Brumunddal
1-0 A. Colic ('36)
2-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('38)
2-1 M. Frankmo ('72)
3-1 O. Wang ('81)
3-2 ('93)
3-3 ('100)
Rautt spjald: Valgeir Árni Svansson, Hönefoss ('98)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner