Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mán 23. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Var ekki sérlega áhorfsvænn leikur
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna hvað varðar að vera með boltann en þetta var spurning um að nýta það og skapa færi því Keflavíkurliðið verst mjög vel og eru þéttar svo það að ná þessu marki inn á þessum tímapunkti var verðskuldað.“
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2-1 sigur liðs hans á Keflavík suður með sjó í kvöld en sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins eftir skógarhlaup markvarðar Keflavíkur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn sem slíkur náði aldrei neinu flugi og var mikið um feilsendingar og mistök hjá báðum liðum. Var þetta eitthvað sem Nik átti jafnvel von á?

„Ég vissi að völlurinn yrði erfiður. Þeir vökvuðu hann rétt fyrir leik sem breytti hraða hans sem var ekki í upphitun og við vöndumst því aldrei ekki frekar en Keflavík. Þetta var ekki sérlega áhorfsvænn leikur með boltann að skjótast út um allt en sendingar beggja liða voru líka oft á tíðum "sloppy". Þetta var líka pirrandi á köflum og þetta var einn af þessum leikjum sem þú í raun bara vonar að þú fáir að minnsta kosti stig.“

Toppsætið er Þróttar um stundarsakir hið minnsta en verði úrslit í leikjum Selfoss og Vals þeim hagstæð gæti Þróttur setið á toppi deildarinnar að loknum fyrsta þriðjungi hennar. Sá Nik það fyrir að það væri möguleiki?

„Það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda einbeitingu. Við höfum ekki sett okkur það sérstaka markmið að vinna deildina heldur viljum við bara bæta okkur leik fyrir leik og setja stig á töfluna. Sem stendur erum við með þrettán stig og ef við getum náð í önnur þrettán stig og jafnvel önnur eftir það getur vel verið að toppsætið sé okkar en það er ekki eitthvað sem við erum að horfa í núna.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner