Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 23. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Var ekki sérlega áhorfsvænn leikur
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna hvað varðar að vera með boltann en þetta var spurning um að nýta það og skapa færi því Keflavíkurliðið verst mjög vel og eru þéttar svo það að ná þessu marki inn á þessum tímapunkti var verðskuldað.“
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2-1 sigur liðs hans á Keflavík suður með sjó í kvöld en sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins eftir skógarhlaup markvarðar Keflavíkur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn sem slíkur náði aldrei neinu flugi og var mikið um feilsendingar og mistök hjá báðum liðum. Var þetta eitthvað sem Nik átti jafnvel von á?

„Ég vissi að völlurinn yrði erfiður. Þeir vökvuðu hann rétt fyrir leik sem breytti hraða hans sem var ekki í upphitun og við vöndumst því aldrei ekki frekar en Keflavík. Þetta var ekki sérlega áhorfsvænn leikur með boltann að skjótast út um allt en sendingar beggja liða voru líka oft á tíðum "sloppy". Þetta var líka pirrandi á köflum og þetta var einn af þessum leikjum sem þú í raun bara vonar að þú fáir að minnsta kosti stig.“

Toppsætið er Þróttar um stundarsakir hið minnsta en verði úrslit í leikjum Selfoss og Vals þeim hagstæð gæti Þróttur setið á toppi deildarinnar að loknum fyrsta þriðjungi hennar. Sá Nik það fyrir að það væri möguleiki?

„Það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda einbeitingu. Við höfum ekki sett okkur það sérstaka markmið að vinna deildina heldur viljum við bara bæta okkur leik fyrir leik og setja stig á töfluna. Sem stendur erum við með þrettán stig og ef við getum náð í önnur þrettán stig og jafnvel önnur eftir það getur vel verið að toppsætið sé okkar en það er ekki eitthvað sem við erum að horfa í núna.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner
banner
banner