Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   mán 23. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Var ekki sérlega áhorfsvænn leikur
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna hvað varðar að vera með boltann en þetta var spurning um að nýta það og skapa færi því Keflavíkurliðið verst mjög vel og eru þéttar svo það að ná þessu marki inn á þessum tímapunkti var verðskuldað.“
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2-1 sigur liðs hans á Keflavík suður með sjó í kvöld en sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins eftir skógarhlaup markvarðar Keflavíkur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn sem slíkur náði aldrei neinu flugi og var mikið um feilsendingar og mistök hjá báðum liðum. Var þetta eitthvað sem Nik átti jafnvel von á?

„Ég vissi að völlurinn yrði erfiður. Þeir vökvuðu hann rétt fyrir leik sem breytti hraða hans sem var ekki í upphitun og við vöndumst því aldrei ekki frekar en Keflavík. Þetta var ekki sérlega áhorfsvænn leikur með boltann að skjótast út um allt en sendingar beggja liða voru líka oft á tíðum "sloppy". Þetta var líka pirrandi á köflum og þetta var einn af þessum leikjum sem þú í raun bara vonar að þú fáir að minnsta kosti stig.“

Toppsætið er Þróttar um stundarsakir hið minnsta en verði úrslit í leikjum Selfoss og Vals þeim hagstæð gæti Þróttur setið á toppi deildarinnar að loknum fyrsta þriðjungi hennar. Sá Nik það fyrir að það væri möguleiki?

„Það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda einbeitingu. Við höfum ekki sett okkur það sérstaka markmið að vinna deildina heldur viljum við bara bæta okkur leik fyrir leik og setja stig á töfluna. Sem stendur erum við með þrettán stig og ef við getum náð í önnur þrettán stig og jafnvel önnur eftir það getur vel verið að toppsætið sé okkar en það er ekki eitthvað sem við erum að horfa í núna.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner