Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 23. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Var ekki sérlega áhorfsvænn leikur
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna hvað varðar að vera með boltann en þetta var spurning um að nýta það og skapa færi því Keflavíkurliðið verst mjög vel og eru þéttar svo það að ná þessu marki inn á þessum tímapunkti var verðskuldað.“
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2-1 sigur liðs hans á Keflavík suður með sjó í kvöld en sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins eftir skógarhlaup markvarðar Keflavíkur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn sem slíkur náði aldrei neinu flugi og var mikið um feilsendingar og mistök hjá báðum liðum. Var þetta eitthvað sem Nik átti jafnvel von á?

„Ég vissi að völlurinn yrði erfiður. Þeir vökvuðu hann rétt fyrir leik sem breytti hraða hans sem var ekki í upphitun og við vöndumst því aldrei ekki frekar en Keflavík. Þetta var ekki sérlega áhorfsvænn leikur með boltann að skjótast út um allt en sendingar beggja liða voru líka oft á tíðum "sloppy". Þetta var líka pirrandi á köflum og þetta var einn af þessum leikjum sem þú í raun bara vonar að þú fáir að minnsta kosti stig.“

Toppsætið er Þróttar um stundarsakir hið minnsta en verði úrslit í leikjum Selfoss og Vals þeim hagstæð gæti Þróttur setið á toppi deildarinnar að loknum fyrsta þriðjungi hennar. Sá Nik það fyrir að það væri möguleiki?

„Það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda einbeitingu. Við höfum ekki sett okkur það sérstaka markmið að vinna deildina heldur viljum við bara bæta okkur leik fyrir leik og setja stig á töfluna. Sem stendur erum við með þrettán stig og ef við getum náð í önnur þrettán stig og jafnvel önnur eftir það getur vel verið að toppsætið sé okkar en það er ekki eitthvað sem við erum að horfa í núna.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir