Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 23. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er að mörgu leyti draumi líkast"
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: West Ham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er virkilega ánægð með tímann hjá enska félaginu West Ham United og taldi hún best fyrir sig og fjölskylduna að framlengja dvöl sína þar.

Dagný gekk í raðir West Ham í byrjun síðasta árs og framlengdi síðan samning sinn við félagið í síðasta mánuði en sá samningur gildir til 2024.

Hún er ein af mikilvægustu leikmönnum félagsins og ekki skemmir það fyrir að hún hefur verið stuðningsmaður félagsins frá blautu barnsbeini. Viðræðurnar tóku einhvern tíma og höfðu þá önnur félög áhuga en þegar uppi var staðið var þetta það besta í stöðunni fyrir hana og fjölskylduna.

„Ég veit það ekki, langan og ekki langan. Umboðsmaðurinn minn sá um þetta og þetta tók alveg smá tíma en ég var sátt að ná þessu fyrir EM."

„Það voru alveg önnur lið sem höfðu samband við umboðsmanninn en þegar uppi var staðið töldum við best fyrir sjálfa mig og fjölskylduna að vera áfram í London."

„Það er ótrúlega gaman og sérstakt. Maður mætir í lið og er með hjarta fyrir klúbbnum. Þetta er að mörgu leyti draumi líkast því þegar ég var lítil stelpa þá hafði ég aldrei haldið að ég gæti spilað fyrir West Ham því félagið var ekki með kvennalið þegar ég var lítil,"
sagði Dagný við Fótbolta.net.

Langar helst að spila í áttunni

Dagný spilaði í mörgum stöðum á síðustu leiktíð en hún kann þó best við sig í áttunni, þar sem hún er tengiliður á milli sóknar og varnar.

„Já, ég er það að mörgu leyti. Þjálfarinn var aðeins að rótera mér í stöðum. Ég var að spila djúp á miðju, framarlega á miðju og svo nánast eins og ein af þremur sóknarmönnum en að mörgu leyti sátt með það. Maður getur alltaf bætt eitthvað og vonandi getur maður gert enn betur næst."

„Mér finnst áttan uppáhaldsstaðan mín, þá get ég verið í bæði vörn og sókn,"
sagði hún í lokin.
„Viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner