Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 17:14
Sölvi Haraldsson
3. deild: Augnablik tapaði og endurkoma í Skessunni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Það voru tveir leikir spilaðir klukkan tvö í dag í 3. deildinni og tveir leikir klukkan þrjú.


Augnablik, sem eru toppi deildarinnar, töpuðu óvænt fyrir Elliða í Árbænum, 1-0. Sigurmark heimamanna skoraði Hlynur Magnússon. 

ÍH-menn misstu niður tveggja marka forystu á heimavelli gegn Víðismönnum. David Toro Jimenez jafnaði leikinn í 3-3 og þar við sat.

Hvíti Riddarinn vann KFK 2-1 en það var Eiríkur Þór Bjarkason sem skoraði sigurmark Mosfellinga í þeim leik. 

Sindramenn, sem voru nýbúnir að vinna góðan sigur á FC Árbæ í fyrri umferðinni, fengu Káramenn í heimsókn í dag. Káramenn sóttu 2-1 sigur og fara nú á toppinn í 3. deildinni.

ÍH 3 - 3 Víðir

1-0 Bergþór Snær Gunnarsson ('1 )

2-0 Dagur Óli Grétarsson ('17 )

2-1 Markús Máni Jónsson ('21 )

3-1 Arnór Pálmi Kristjánsson ('33 , Mark úr víti)

3-2 Alex Þór Reynisson ('49 )

3-3 David Toro Jimenez ('68 )

KFK 1 - 2 Hvíti riddarinn

0-1 Aron Daði Ásbjörnsson ('11 )

1-1 Sigurjón Orri Ívarsson ('18 )

1-2 Eiríkur Þór Bjarkason ('48 , Mark úr víti)

Sindri 1 - 2 Kári

0-1 Axel Freyr Ívarsson ('11 )

1-1 Björgvin Ingi Ólason ('39 )

1-2 Þór Llorens Þórðarson ('86 )

Elliði 1 - 0 Augnablik

1-0 Hlynur Magnússon ('51 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner