Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kane of dýr fyrir Bayern - „Sjáum hvað gerist í framtíðinni"
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir að enski framherjinn Harry Kane sé einfaldlega of dýr fyrir félagið.

Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Bayern hafi verið í sambandi við föruneyti Kane síðustu vikur og að félagið sé að íhuga það að gera Tottenham tilboð á næsta ári. Kane gerði sex ára samning við Tottenham fyrir tveimur árum.

Bayern telur það nánast ómögulegt að fá hann í sumar en hugmyndin var að fá hann inn fyrir Robert Lewandowski sem gekk í raðir Barcelona á dögunum fyrir 50 milljónir evra.

Nagelsmann segir að Kane sé alltof dýr fyrir Bayern eins og staðan er núna en vildi ekki útiloka það að fá hann í framtíðinni.

„Vandamálið er að hann er rosalega dýr. Hann gæti skorað mikið af mörkum í Bundesligunni," sagði Nagelsmann.

„Ég veit ekki hvað hann kostar en þetta gæti orðið rosalega erfitt fyrir Bayern. Sjáum til hvað gerist í framtíðinni," sagði Nagelsmann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner