Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 23. júlí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddu um Ballon d'Or - „Á ekki að vera nein keppni"
Rodri.
Rodri.
Mynd: EPA
Síðustu daga hefur verið könnun á forsíðu Fótbolta.net þar sem lesendur eru beðnir um að kjósa um hver ætti að fá Ballon d'Or verðlaunin í karlaflokki í þetta skiptið.

Ballon d'Or verðlaunin eru virtustu einstaklingsverðlaun fótboltans en þau eru veitt besta fótboltafólki í heimi ár hvert.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað þessi verðlaun í langan tíma en núna eru ný nöfn að blanda sér í umræðuna.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins, með tæplega 60 prósent atkvæða hjá lesendum Fótbolta.net.

Aðeins var rætt um þetta í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. „Þetta á ekki að vera nein keppni," sagði Tómas Þór Þórðarson þegar farið var yfir Rodri síðastliðið ár.

Rodri var besti leikmaður Manchester City þegar þeir urðu Englandsmeistarar og var einnig besti leikmaður Spánar þegar þeir urðu Evrópumeistarar í sumar.

„Ég ætli bara að fara í það að annað væri þvæla," sagði Tómas Þór jafnframt.
Útvarpsþátturinn - Ferðasögur og fótboltafréttir
Hvernig fer Tyrkland - Ísland á mánudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner