Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Lúkas hélt hreinu hjá Hoffenheim - Alfons með laglegt sigurmark
Alfons skoraði sigurmark Birmingham
Alfons skoraði sigurmark Birmingham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Petersson, markvörður Hoffenheim og U21 árs landsliðsins, byrjaði í marki þýska liðsins sem vann 4-0 sigur á FC Homburg í æfingaleik í dag.

Markvörðurinn er að fá tækifærið með Hoffenheim á undirbúningstímabilinu og staðið sína plikt vel.

Hann spilaði allan leikinn með Hoffenheim í dag og hélt hreinu í sigrinum.

Hoffenheim á fjóra æfingaleiki eftir á undirbúningstímabilinu áður en alvaran hefst en fyrsti keppnisleikur liðsins á nýju tímabili verður bikarleikur gegn Hansa Rostock þann 16. ágúst.

Alfons Sampsted skoraði sigurmark Birmingham í 1-0 sigrinum á Solihull Moors. Hann fékk boltann utarlega í teignum og hamraði hann á lofti í hægra hornið. Laglegt mark hjá Blikanum.

Willum Þór Willumsson var ekki með Birmingham í þessum leik en það vantaði marga lykilmenn í liðið og hefur stjórinn aðeins verið að dreifa álaginu í leikjunum.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði fyrri hálfleikinn er Plymouth rústaði Torquay, 6-0, á útivelli. Þetta var næst síðasti æfingaleikur Plymouth á undirbúningstímabilinu.

Plymouth mætir næst Bristol City eftir þrjá daga áður en það hefur leik í C-deildinni.


Athugasemdir